fim 31. júlí 2014 06:00
Elvar Geir Magnússon
Heimild: kop.is 
Liverpool vann Man City í vítaspyrnukeppni
Raheem Sterling átti frábæran leik.
Raheem Sterling átti frábæran leik.
Mynd: Getty Images
Manchester City og Liverpool gerðu 2-2 jafntefli í Guinness æfingamótinu í Bandaríkjunum en leikurinn fór fram í gærkvöldi.

Staðan var 0-0 í hálfleik eftir bragðdaufar 45 mínútur en svo lifnaði þetta við í skemmtilegum seinni hálfleik. Stevan Jovetic skoraði bæði mörk City en Jordan Henderson og Raheem Sterling jöfnuðu í tvígang fyrir Liverpool.

Bæði lið voru að spila fínan sóknarbolta en mjög veik varnarlega, svo sem við því að búast í æfingaleik.

Liverpool vann svo í vítaspyrnukeppni 3-1 eftir að Simon Mignolet varði tvær spyrnur og sú þriðja hjá City fór yfir. Liverpool er því efst í þessum riðli fyrir lokaumerðina um helgina en liðið leikur á laugardagskvöld gegn AC Milan.
Athugasemdir
banner
banner
banner