Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fös 31. júlí 2020 14:55
Ívan Guðjón Baldursson
Victor Osimhen til Napoli (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Ítalska félagið SSC Napoli er búið að staðfesta komu nígeriska framherjans Victor Osimhen frá Lille.

Félagaskiptin hafa legið í loftinu undanfarna daga eftir að ljóst varð að Osimhen vildi ganga til liðs við Napoli frekar en önnur áhugasöm félög.

Osimhen er 21 árs gamall framherji sem þykir gríðarlega öflugur. Hann hefur gert fjögur mörk í níu landsleikjum með Nígeríu og skoraði 18 mörk í 38 leikjum með Lille á leiktíðinni.

Fjölmiðlar eru ekki sammála um kaupverð en það er talið vera á bilinu 50-80 milljónir evra í heildina.

Napoli krækti í Hirving Lozano í fyrra en hann hefur ekki staðið undir væntingum. Napoli greiddi metfé fyrir Lozano, eða 40 milljónir evra. Osimhen er fenginn til að fylla í skarð José Callejon og veita framherjum Napoli aukna samkeppni þar sem hann getur leikið á báðum köntum og sem fremsti maður.


Athugasemdir
banner
banner