Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   mið 31. júlí 2024 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arnór Ingvi: Andri Lucas getur farið eins langt og hann vill
Andri Lucas Guðjohnsen.
Andri Lucas Guðjohnsen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Ingvi Traustason hefur miklar mætur á liðsfélaga sínum í landsliðinu, Andra Lucas Guðjohnsen.

Þeir voru liðsfélagar hjá Norrköping á sínum tíma, en Andri Lucas fékk ekki mikinn séns þar. Hann var lánaður til Lyngby í Danmörku þar sem hann sló í gegn.

Lyngby keypti hann og seldi hann svo nýverið til Gent í Belgíu þar sem hann hefur verið að vekja athygli strax.

„Það kemur mér ekkert á óvart varðandi hann. Andri er frábær leikmaður," sagði Arnór Ingvi við NTSporten í Svíþjóð.

Arnór Ingvi, sem er afar reynslumikill, telur að Andri Lucas geti farið eins langt og hann vill.

„Hann getur farið eins langt og hann óskar sér. Hann er með hausinn á réttum stað, hann er líkamlega sterkur, góður skallamaður, getur klárað færi og er með góðar staðsetningar í teignum. Hann er fullkomin nía. Ef þú setur hann í gott lið, þá mun hann skora."
Athugasemdir
banner