John Andrews var hæstánægður að leikslokum þegar Víkingur Reykjavík sigraði FH 3-2 í endurkomusigri. Spilað var í 15. umferð Bestu deild kvenna á Víkingsvellinum í kvöld.
Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 - 2 FH
„Okkur fannst við vera góðar í fyrri hálfleik og við báðum leikmennina um að gefa okkur aðeins meira í seinni hálfleiknum. Jesús Kristur þær voru frábærar. Þær voru frábærar og þær ættu að vera stoltar af sér.“
FH lenti tveimur mörkum undir í fyrri hálfleik og var John því spurður hvort hann var á tímapunkti farinn að missa trúna á sínu liði.
„Nei guð, með þetta lið? Með þessa leikmenn þá missir með aldrei vonina. Fólk á það til að gleyma því að á síðasta tímabili, undirbúningstímabilinu og á þessari leiktíð að þegar við lendum undir þá komum við alltaf til baka. Úthaldið á leikmönnunum er frábært.“
„Þetta er alltaf einn besti leikur tímabilsins, FH á móti Víkingi. Alltaf einn besti leikurinn.“
Víkingur náði að minnka muninn í 2-1 undir lok fyrri hálfleiks eftir mark frá Lindu Líf Boama, sem var eflaust gott veganesti inn í búningsklefann. En hver voru skilaboðin frá frá John í hálfleik?
„Það var bara að halda áfram að spila eins og við gerðum og halda okkur við leikplanið okkar. Það virkaði og ég gæti ekki verið stoltari af þeim. Jesús Kristur þær gefast aldrei upp.“
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum.