Vængmaðurinn Jota Silva er að fljúga til Englands og mun þar klára félagaskipti sín til Nottingham Forest.
Enska félagið er sagt greiða tæplega sex milljónir punda til þess að fá Silva frá Vitoria Guimaraes í Portúgal. Verðmiðinn getur svo hækkað um rúmlega fjórar milljónir punda með árangurstengdum gjöldum.
Enska félagið er sagt greiða tæplega sex milljónir punda til þess að fá Silva frá Vitoria Guimaraes í Portúgal. Verðmiðinn getur svo hækkað um rúmlega fjórar milljónir punda með árangurstengdum gjöldum.
Silva hefur verið titlaður hinn portúgalski Jack Grealish, en það þarf ekki að horfa lengra en á hárgreiðsluna til að ímynda sér af hverju.
Hann skoraði fimmtán mörk og lagði upp sjö í 42 leikjum í öllum keppnum á síðasta tímabili.
Hann á að baki tvo landsleiki fyrir Portúgal; hefur tvívegis komið inn á sem varamaður í vináttuleikjum.
Brighton, Fulham, West Ham og Benfica voru einnig sögð hafa áhuga á kappanum í sumar.
Picture of Jota Silva may help explain the Grealish comparisons. He says he sees some similarities between himself and Liverpool forward Diogo Jota in terms of playing style. https://t.co/LrnB6Wjep4 pic.twitter.com/m6bIQsfFyz
— Zinny Boswell (@ZinnyBoswell) July 31, 2024
Athugasemdir