Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   mið 31. júlí 2024 21:59
Elvar Geir Magnússon
Rúnar Kristins: Úr varð ömurlega leiðinlegur fótboltaleikur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fylkir og Fram gerðu markalaust jafntefli í vægast sagt tíðindalitlum leik í Bestu deild karla í kvöld. Sárafá marktækifæri voru í leiknum sem var spilaður í rigningu og vindi.

„Eina sem gleður báða þjálfarana er að við fengum ekki á okkur mark. Vindurinn og rigningin höfðu mikil áhrif á leikinn og úr verður ömurlega leiðinlegur fótboltaleikur eins og þetta var," sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  0 Fram

„Að mínu mati vorum við með ákveðna yfirburði í leiknum sem við áttum að nýta meira. Það vantar senterana okkar, bæði Jannik og Gumma, og við vitum ekki fyrr en seint í gærkvöldi að nýi maðurinn okkar yrði löglegur. Þá vorum við búnir að undirbúa annað lið og aðra hluti."

Guðmundur Magnússon, fyrirliði Fram, var ekki með í kvöld vegna ökklameiðsla.

„Hann fékk slæma tæklingu gegn Val, þetta er skaddað liðband í ökkla. Hann var orðinn ágætur í gær en ekki klár í þennan leik. Við skulum sjá hvort hann verði klár í næsta leik."

Hollenski sóknarmaðurinn Djenairo Daniels fékk leikheimild fyrir þennan leik og spilaði sinn fyrsta leik fyrir Fram þegar hann kom inn af bekknum á 60. mínútu.

„Ég hefði viljað sjá hann skjóta á markið í færinu sem hann fékk. Orri gerði vel í að verjast því. Að öðru leyti var hann ágætur."

Fram hefur tekið fjögur stig eftir að liðið mætti aftur í mótið, ef svo má að orði komast. Rúnar er sáttur við það.

„Við hefðum tekið því fyrirfram, spilandi við Val heima og Fylki úti. Fjögur stig úr þeim leik er ásættanlegt. Við hefðum auðvitað viljað taka sigur í kvöld," segir Rúnar en viðtalið má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner