Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
Ólafur Hrannar: Hef ekki hugmynd um það
Venni Ólafs: Fótboltinn er skrýtin skepna
Stefán Árni: Vona að mér verði bannað að fara af vellinum
Omar Sowe: „Er ekki viss hvar ég enda“
Árni Freyr: ég reikna með þeim öllum í Mosó til að hjálpa okkur yfir línuna
Dagur Ingi: Í mínum bókum var þetta víti
Igor Bjarni: þetta var alltaf á hnífsblaði hjá okkur
Úlfur: Langþráður sigur og við erum hæstánægðir með þetta
Dragan: Skil ekki hvernig við vinnum ekki
Siggi Höskulds: Spenntur að fá að byrja aftur
Maggi: Þetta er bara aldrei vítaspyrna
Ásta Eir: Mér fannst þetta alveg galið og alveg verðskuldað rautt spjald
Nik Chamberlain: Besta liðið sem ég hef spilað á móti sem þjálfari
Axel Ingi: Hef séð þetta betra hjá okkur
Gunnar Heiðar: Það eina sem vantaði var bara þetta mark
Haraldur Freyr: Mögulega tryggðum okkur allavega í umspil með þessu stigi
Jóhann Berg: Það voru síðustu orð mín
Gerði nákvæmlega eins mark á æfingu - „Þekkjum vindinn vel af Nesinu"
„Erum úr sama árgangi og höfum leikið saman upp öll yngri landsliðin"
Stefán Teitur: Svo sem ekkert alltof nýtt fyrir mér
   mið 31. júlí 2024 21:59
Elvar Geir Magnússon
Rúnar Kristins: Úr varð ömurlega leiðinlegur fótboltaleikur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fylkir og Fram gerðu markalaust jafntefli í vægast sagt tíðindalitlum leik í Bestu deild karla í kvöld. Sárafá marktækifæri voru í leiknum sem var spilaður í rigningu og vindi.

„Eina sem gleður báða þjálfarana er að við fengum ekki á okkur mark. Vindurinn og rigningin höfðu mikil áhrif á leikinn og úr verður ömurlega leiðinlegur fótboltaleikur eins og þetta var," sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  0 Fram

„Að mínu mati vorum við með ákveðna yfirburði í leiknum sem við áttum að nýta meira. Það vantar senterana okkar, bæði Jannik og Gumma, og við vitum ekki fyrr en seint í gærkvöldi að nýi maðurinn okkar yrði löglegur. Þá vorum við búnir að undirbúa annað lið og aðra hluti."

Guðmundur Magnússon, fyrirliði Fram, var ekki með í kvöld vegna ökklameiðsla.

„Hann fékk slæma tæklingu gegn Val, þetta er skaddað liðband í ökkla. Hann var orðinn ágætur í gær en ekki klár í þennan leik. Við skulum sjá hvort hann verði klár í næsta leik."

Hollenski sóknarmaðurinn Djenairo Daniels fékk leikheimild fyrir þennan leik og spilaði sinn fyrsta leik fyrir Fram þegar hann kom inn af bekknum á 60. mínútu.

„Ég hefði viljað sjá hann skjóta á markið í færinu sem hann fékk. Orri gerði vel í að verjast því. Að öðru leyti var hann ágætur."

Fram hefur tekið fjögur stig eftir að liðið mætti aftur í mótið, ef svo má að orði komast. Rúnar er sáttur við það.

„Við hefðum tekið því fyrirfram, spilandi við Val heima og Fylki úti. Fjögur stig úr þeim leik er ásættanlegt. Við hefðum auðvitað viljað taka sigur í kvöld," segir Rúnar en viðtalið má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner