Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 31. ágúst 2021 23:44
Victor Pálsson
4. deild: Fjögur lið komin áfram
Hér fagna leikmenn Hamars í kvöld.
Hér fagna leikmenn Hamars í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Úrslitakeppni 4. deildarinnar er farin af stað en seinni leikirnir í 8-liða úrslitum keppninnar fóru fram í kvöld.

Hamar, Vængir Júpíters, Kormákur/Hvöt og KH hafa öll tryggt sér farseðilinn í næstu umferð.

Hamar vann 3-1 sigur á Kríu eftir að fyrri leik liðanna hafði lokið með 1-1 jafntefli.

Vængirnir komu vel til baka gegn Árborg og unnu 2-1 sigur eftir að hafa lent 1-0 undir. Liðið vinnur samanlagt 4-3.

Kormákur/Hvöt gerði 1-1 jafntefli við Álftanes þar sem bæði mörkin voru skoruð í blálokin. Kormákur/Hvöt fer áfram 2-1.

KH vann þá Ými 2-1 en þar lauk fyrri leiknum með markalausu jafntefli.

Kría 1 - 3 Hamar (2-4)
0-1 Kristinn Ásgeir Þorbergsson('9)
0-2 Ísas Leó Guðmundsson('31)
1-2 Pétur Már Harðarson('58)
1-3 Bjarni Rögnvaldsson('83, sjálfsmark)

Vængir Júpíters 2 - 1 Árborg (4-3)
0-1 Magnús Hilmar Viktorsson('31)
1-1 Gunnar Már Guðmundsson('73)
2-1 Aron Fannar Hreinsson('88)

Álftanes 1 - 1 Kormákur/Hvöt (1-2)
0-1 Akil Rondel Dexter De Freitas('90)
1-1 Finn Axel Hansen('91)

KH 2 - 1 Ýmir (2-1)
0-1 Birgir Magnússon('2)
1-1 Magnús Ólíver Axelsson('48)
2-1 Jón Örn Ingólfsson('86)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner