Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
   þri 31. ágúst 2021 16:37
Brynjar Ingi Erluson
Ekki öll von úti hjá Chelsea - Saul til félagsins eftir allt saman?
Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea gæti fengið spænska miðjumanninn Saul Niguez á láni frá Atlético Madríd áður en glugginn lokar. Þetta kemur fram í enskum og spænskum miðlum í dag.

Það var nánast búið að útiloka þessi félagaskipti í morgun en Atlético ætlaði að meina honum að fara.

Samkvæmt David Ornstein hjá BBC þá er Chelsea í viðræðum við Atlético um að fá Saul á láni út leiktíðina.

Viðræðunum miðar áfram og er nú góður möguleiki á því að hann spili í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð.

Chelsea fær forkaupsrétt á Saul en Spánverjinn er samningsbundinn Atlético til 2026.
Athugasemdir
banner