Man Utd vill Ait-Nouri og hefur líka áhuga á Nkunku - Fulham og Leicester vilja fá Ferguson lánaðan - Dyche með fullan stuðning
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
   þri 31. ágúst 2021 20:17
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Jóhann Helgi að leggja skóna á hilluna - „Á bara þrjá leiki eftir á ferlinum"
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Jóhann Helgi Hannesson framherji Þórs var til viðtals eftir 0-1 tap liðsins gegn ÍBV í Lengjudeildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Þór 0 -  1 ÍBV

Jóhann Helgi hefur lent í allmörgum höfuðhöggum á ferlinum en þessi 31 árs gamli leikmaður sem hefur alla tíð leikið með Þór með smá viðkomu til Grindavíkur, mun leggja skóna á hilluna eftir þetta tímabil.

„Staðan er bara allt í lagi, ég finn ekkert fyrir eins og er en ég á bara þrjá leiki eftir á ferlinum og að miklu leiti er það vegna þess að ég nenni ekki að fá fleiri höfuðhögg en eins og staðan er núna er þetta í lagi."

Sérfræðingar hafa ekki verið að ýta á hann að hætta í fótbolta.

„Þeir vildu meina að ég hafi verið kominn á einhvern núll punkt og ætti að vera búinn að jafna mig fyrir tveimur árum síðan en næsta höfuðhögg og þá var þetta bara komið á sama stað, það er leiðinlegt þegar hausinn er ekki í lagi og þá er þetta ekki jafn gaman þegar þarf svona lítið og þá steinliggur maður og þarf að fara útaf eftir 15 mínútur, þetta er bara frekar ömurlegt."

Jóhann Helgi gefur sig alltaf allan fram inn á vellinum.

„Það er nú kannski það sem hefur gefið mér mest að gefast ekki upp og halda áfram að berjast, ég kann ekkert annað."

„Það eru 19 dagar eftir, ætla bara að reyna njóta þeirra og klára þetta með sæmd."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner