Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
   þri 31. ágúst 2021 20:17
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Jóhann Helgi að leggja skóna á hilluna - „Á bara þrjá leiki eftir á ferlinum"
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Jóhann Helgi Hannesson framherji Þórs var til viðtals eftir 0-1 tap liðsins gegn ÍBV í Lengjudeildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Þór 0 -  1 ÍBV

Jóhann Helgi hefur lent í allmörgum höfuðhöggum á ferlinum en þessi 31 árs gamli leikmaður sem hefur alla tíð leikið með Þór með smá viðkomu til Grindavíkur, mun leggja skóna á hilluna eftir þetta tímabil.

„Staðan er bara allt í lagi, ég finn ekkert fyrir eins og er en ég á bara þrjá leiki eftir á ferlinum og að miklu leiti er það vegna þess að ég nenni ekki að fá fleiri höfuðhögg en eins og staðan er núna er þetta í lagi."

Sérfræðingar hafa ekki verið að ýta á hann að hætta í fótbolta.

„Þeir vildu meina að ég hafi verið kominn á einhvern núll punkt og ætti að vera búinn að jafna mig fyrir tveimur árum síðan en næsta höfuðhögg og þá var þetta bara komið á sama stað, það er leiðinlegt þegar hausinn er ekki í lagi og þá er þetta ekki jafn gaman þegar þarf svona lítið og þá steinliggur maður og þarf að fara útaf eftir 15 mínútur, þetta er bara frekar ömurlegt."

Jóhann Helgi gefur sig alltaf allan fram inn á vellinum.

„Það er nú kannski það sem hefur gefið mér mest að gefast ekki upp og halda áfram að berjast, ég kann ekkert annað."

„Það eru 19 dagar eftir, ætla bara að reyna njóta þeirra og klára þetta með sæmd."
Athugasemdir
banner
banner