Valið hjá Man Utd er milli Solskjær og Carrick - Newcastle fær samkeppni frá Spurs um Strand Larsen - Lewandowski vill ekki fara
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
   þri 31. ágúst 2021 20:17
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Jóhann Helgi að leggja skóna á hilluna - „Á bara þrjá leiki eftir á ferlinum"
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Jóhann Helgi Hannesson framherji Þórs var til viðtals eftir 0-1 tap liðsins gegn ÍBV í Lengjudeildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Þór 0 -  1 ÍBV

Jóhann Helgi hefur lent í allmörgum höfuðhöggum á ferlinum en þessi 31 árs gamli leikmaður sem hefur alla tíð leikið með Þór með smá viðkomu til Grindavíkur, mun leggja skóna á hilluna eftir þetta tímabil.

„Staðan er bara allt í lagi, ég finn ekkert fyrir eins og er en ég á bara þrjá leiki eftir á ferlinum og að miklu leiti er það vegna þess að ég nenni ekki að fá fleiri höfuðhögg en eins og staðan er núna er þetta í lagi."

Sérfræðingar hafa ekki verið að ýta á hann að hætta í fótbolta.

„Þeir vildu meina að ég hafi verið kominn á einhvern núll punkt og ætti að vera búinn að jafna mig fyrir tveimur árum síðan en næsta höfuðhögg og þá var þetta bara komið á sama stað, það er leiðinlegt þegar hausinn er ekki í lagi og þá er þetta ekki jafn gaman þegar þarf svona lítið og þá steinliggur maður og þarf að fara útaf eftir 15 mínútur, þetta er bara frekar ömurlegt."

Jóhann Helgi gefur sig alltaf allan fram inn á vellinum.

„Það er nú kannski það sem hefur gefið mér mest að gefast ekki upp og halda áfram að berjast, ég kann ekkert annað."

„Það eru 19 dagar eftir, ætla bara að reyna njóta þeirra og klára þetta með sæmd."
Athugasemdir
banner