Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
   þri 31. ágúst 2021 20:17
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Jóhann Helgi að leggja skóna á hilluna - „Á bara þrjá leiki eftir á ferlinum"
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Jóhann Helgi Hannesson framherji Þórs var til viðtals eftir 0-1 tap liðsins gegn ÍBV í Lengjudeildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Þór 0 -  1 ÍBV

Jóhann Helgi hefur lent í allmörgum höfuðhöggum á ferlinum en þessi 31 árs gamli leikmaður sem hefur alla tíð leikið með Þór með smá viðkomu til Grindavíkur, mun leggja skóna á hilluna eftir þetta tímabil.

„Staðan er bara allt í lagi, ég finn ekkert fyrir eins og er en ég á bara þrjá leiki eftir á ferlinum og að miklu leiti er það vegna þess að ég nenni ekki að fá fleiri höfuðhögg en eins og staðan er núna er þetta í lagi."

Sérfræðingar hafa ekki verið að ýta á hann að hætta í fótbolta.

„Þeir vildu meina að ég hafi verið kominn á einhvern núll punkt og ætti að vera búinn að jafna mig fyrir tveimur árum síðan en næsta höfuðhögg og þá var þetta bara komið á sama stað, það er leiðinlegt þegar hausinn er ekki í lagi og þá er þetta ekki jafn gaman þegar þarf svona lítið og þá steinliggur maður og þarf að fara útaf eftir 15 mínútur, þetta er bara frekar ömurlegt."

Jóhann Helgi gefur sig alltaf allan fram inn á vellinum.

„Það er nú kannski það sem hefur gefið mér mest að gefast ekki upp og halda áfram að berjast, ég kann ekkert annað."

„Það eru 19 dagar eftir, ætla bara að reyna njóta þeirra og klára þetta með sæmd."
Athugasemdir
banner
banner
banner