Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   þri 31. ágúst 2021 14:22
Brynjar Ingi Erluson
Verslunarleiðangri Dortmund lokið - Hudson-Odoi áfram hjá Chelsea
Mynd: Getty Images
Þýska félagið Borussia Dortmund mun ekki versla meira í þessum glugga en þetta segir Michael Zorc, framkvæmdastjóri félagsins, í viðtali við Sky.

Dortmund fékk þá Donyell Malen, Gregor Kobel, Soumaila Coulibaly, Abdoulaye Kamara og Marin Pongracic í sumar en félagið hefur verið að skoða fleiri leikmenn á markaðnum.

Samkvæmt fréttum frá Englandi þá ætlaði Dortmund að fá Callum Hudson-Odoi frá Chelsea á láni en það verður ekki af því.

Zorc staðfesti við Sky í dag að Dortmund myndi ekki fá fleiri leikmenn inn fyrir lok gluggans.

Það er þó enn möguleiki á að einhverjir leikmenn yfirgefi félagið áður en glugginn lokar síðar í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner