Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
   fim 31. ágúst 2023 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ný stjarna HK: Líður eins og ég geti gengið á vatni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Danski framherjinn Anton Söjberg hefur komið vel inn í hlutina hjá HK eftir komu sína frá Vendsyssel í heimalandinu. Hann er 22 ára og sagðist vilja halda á vit nýrra ævintýra þegar hann samdi við HK. Hann ræddi við bold.dk og er viðtalið birt þar í tveimur hlutum.

Fyrri hluti viðtalins:
Valdi HK fram yfir Vendsyssel - „Passaði fullkomlega"

Hann er kominn með þrjú mörk og eina stoðsendingu í fjórum leikjum, þremur sem byrjunarliðsmaður. Seinni hluti viðtalsins var birtur eftir mark og stoðsendingu gegn Keflavík á mánudag.

„Ef ég á að vera alveg hreinskilinn, mér líður eins og ég geti gengið á vatni. Mér líður eins og ég þurfi eitt færi og svo skora ég. Ég fer inn í alla leiki með þá tilfinningu að ég geti skorað mark. Mér hefur liðið vel og ég er búinn að fá mikið sjálfstraust," segir Söjberg við bold.dk. Hann telur að góð byrjun hafi hjálpað honum að aðlagast hraðar.

„Þetta er akkúrat það sem ég þarf, stöðugan leiktíma og upplifi mig sem mikilvægan hlekk. Það hjálpar að skora mikið af mörkum."

„Það gaf mér sjálfstraust að skora tvö mörk gegn FH, nú hef ég trú á því að ég geti skorað hvar sem er á vellinum. Ég skoraði með góðu langskoti gegn ÍBV."

„Eðlishvötin verður skýrari og maður þorir að prófa hluto. Ég hef fengið leyfi frá liðsfélögunum til að reyna mig (á öðrum stöðum) því þeir sjá að það gengur vel. Ég fæ boltann oftar og það er meiri ábyrgð á mér að taka ákvarðanir,"
sagði Söjberg.

Samningur hans við HK gildir út tímabilið og er möguleiki á framlengingu um eitt ár til viðbótar.

Næsti leikur HK er gegn Val á sunnudag. Í kjölfarið spilar svo HK fimm leiki í neðra umspilinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner