lau 31. desember 2022 15:29
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Rashford brosti: Ég svaf yfir mig
Skælbrosandi
Skælbrosandi
Mynd: EPA

Marcus Rashford hló af því þegar fréttamaður spurði hann hvers vegna hann hafi ekki verið í byrjunarliðinu þegar United vann Wolves í hádeginu í dag.


Erik ten Hag stjóri United sagði að hann hafi verið í agabanni en vildi ekki útskýra það nánar.

Rashford hafði gaman af því að útskýra það að hann hafi sofið yfir sig og mætt seint á liðsfund.

„Ég var svolítið seinn. Ég svaf yfir mig. Þetta eru reglurnar, þetta eru mistök sem geta komið fyrir. Augljóslega svekkjandi að spila ekki en ég skil ákvörðunina," sagði Rashford brosandi.

Rashford kom inn á af bekknum í hálfleik og skoraði sigurmarkið.


Athugasemdir
banner
banner
banner