Paul Scholes fyrrum leikmaður Manchester United er alls ekki sáttur með Marcus Rashford leikmann liðsins en hann er í agabanni í dag.
United er að spila gegn Wolves þessa stundina en Rashford er á bekknum og Erik ten Hag stjóri liðsins sagði að hann væri í agabanni. Rashford hefur verið að spila vel að undanförnu.
„Hann er að stofna góða forminu svolítið í hættu með heimsku. Hvað sem hann gerði er rangt og stjórinn hefur séð það og tekið hann úr liðinu," sagði Scholes.
„Þegar hann er í formi sést að hann er ánægður og ef þú skoðar síðustu 18 mánuði virtist hann vera ósáttur og hefur ekki staðið sig vel."
Athugasemdir