Marcus Rashford er ekki í byrjunarliði Manchester United í dag sem mætir Wolves en Erik ten Hag stjóri liðsins hefur staðfest að það er vegna agabrots.
Það vakti athygli að hann væri á bekknum í dag eftir að hafa skorað eitt og lagt upp annað í 3-0 sigri United gegn Nottingham Forest í síðustu umferð.
Ten Hag sagði að hann væri í agabanni en útskýrði það ekkert nánar.
Það er spilað í úrvalsdeildinni í allan dag en umferðin hefst á leik United og Wolves kl 12:30.
Athugasemdir