lau 09. júlí 2011 12:00
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: BBC 
City nær samkomulagi um kaup á Nasri
Powerade
Samir Nasri er að fara til Manchester City samkvæmt slúðrinu í dag.
Samir Nasri er að fara til Manchester City samkvæmt slúðrinu í dag.
Mynd: Getty Images
Þá er komið að daglegum slúðurpakka úr ensku blöðunum þar sem búið er að taka saman helsta slúðrið úr ensku miðlunum.

Manchester City hefur komist að samkomulagi um 23 milljón punda kaupverð á Samir Nasri miðjumanni Arsenal. (Sky Italia)

Arsenal er tilbúið að leyfa Cesc Fabregas að fara frá félaginu til Barcelona ef spænska félagið borgar 35 milljónir punda. (Daily Mail)

Arsenal mun bjóða Nasri nýjan samning upp á 110 þúsund pund í vikulaun ef hann fer ekki. (Metro)

Manchester City hefur reynt að kaupa Sergio Aguero frá Atletico Madrid eftir að hafa náð samningi upp á 400 milljón pund fyrir nafnarétt á leikvangi sínum við Etihad flugfélagið.(Times)

City ætlar líka að kaupa Samuel Eto'o frá Inter Milan á 55 milljónir punda. (Daily Mail)

Liverpool nálgast kaup á Doni markverði Roma en Atletico Madrid er líka að reyna. (talkSPORT)

Kenny Dalglish stjóri Liverpool ætlar að beina athyglinni frá Stewart Downing kantmanni Aston Villa til Charles N'Zogbia leikmanni Wigan. (Caughtoffside)

Aston Villa er nærri því að ganga frá kaupum á Shay Given markverði Manchester City og Charles N'Zogbia kantmanni Wigan. (Footybunker)

Given verður fyrstu kaup Alex McLeish til Villa og hann nálgast líka Alan Hutton varnarmann Totttenham. (Daily Mirror)

Chelsea hefur gefist upp á að reyna að fá Luka Modric frá Tottenham og ætlar í stað hans að kaupa Marko Marin frá Werder Bremen. (Footylatest)

Harry Redknapp stjóri Tottenham mun selja miðjumanninn Niko Kranjcar til Fiorentina til að ná í 20 milljónir punda sem hann þraf fyrir Pablo Osvaldo framherja Espanyol. (Metro)

Tottenham ætlar að kaupa hinn nýja Didier Drogba, Fílbeinsstrendinginn Souleymane Coulibaly. (Daily Mirror)

Sunderland er orðað við Albert Aquilani miðjumann Liverpool. (Footylatest)

Steve Bruce stjóri Sunderland ætlar að gera Charles N'Zogbia að tíundu kaupum sínum í sumar. (Daily Mirror)

Tony Pulis ætlar að kaupa Carlton Cole til Stoke í sumar á 4,5 milljónir punda. (Daily Mirror)

Martin Jol vill fá Aldo de Nigris framherja frá Mexíkó til Fulham. Hann kostar 3,5 milljónir punda. (Daily Mirror)

Roy Hodgson stjóri WBA hefur staðfest að hann vilji kaupa Robert Green eða Ben Foster í markið hjá sér. (Daily Mirror)

Fulham ætlar að fá Robbie Keane framherja Tottenham í stað Andy Johnson sem QPR og West Ham vilja fá. (Goal.com)

Craig Bellamy framherji Manchester City neitar að taka launalækkun til að komast til Celtic. (Daily Record)
banner
banner
banner
banner