Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 26. júlí 2011 11:00
Elvar Geir Magnússon
Tottenham skellir verðmiða á Crouch
Powerade
Peter Crouch er orðaður við Stoke og Newcastle.
Peter Crouch er orðaður við Stoke og Newcastle.
Mynd: Getty Images
Jose Enrique var sektaður fyrir ummæli á Twitter.
Jose Enrique var sektaður fyrir ummæli á Twitter.
Mynd: Getty Images
Gun of the Black Sun er heiti á kvikmynd sem verið er að fara að vinna en meðal leikara í henni er fyrrum leikmaður Arsenal. Þetta er meðal þess sem fram kemur í slúðurpakkanum á þessum sæmilega þriðjudegi.

Tottenham hefur skellt 9 milljóna punda verðmiða á sóknarmanninn Peter Crouch eftir að Newcastle sendi inn fyrirspurn um þennan hávaxna leikmann. (The Sun)

Alan Pardew, stjóri Newcastle, vill fá vinstri bakvörðinn Wayne Bridge frá Manchester City. (The Sun)

Brasilíski miðjumaðurinn Lucas mun líklega yfirgefa Liverpool þar sem lítið pláss er fyrir hann eftir kaup á öðrum miðjumönnum. (The Sun)

Manuel Llorente, forseti Valencia, segir að Arsenal, Liverpool, Tottenham og Manchester City séu að eyða tímanum með því að reyna að fá Juan Mata. Leikmaðurinn sé ekki til sölu. (Metro)

Stoke ætlar að gera aðra tilraun til að fá sóknarmanninn Carlton Cole frá West Ham. Viðræður varðandi kaup á Cole sigldu í strand í síðustu viku. (TalkSport)

Stoke gæti gert tilboð í Crouch hjá Tottenham. (Metro)

Tottenham undirbýr 22 milljóna punda boð samtals í tvo leikmenn á Spáni. Það eru sóknarmaðurinn Alvaro Negredo hjá Sevilla og vængmaðurinn Ibrahim Afellay hjá Barcelona. (Footybunker.com)

Manchester City íhugar tilboð í markvörðinn Thomas Sorensen hjá Stoke en City vantar varamarkvörð fyrir Joe Hart eftir að Shay Given var seldur til Aston Villa. (Daily Mirror)

Swansea hefur gert tilboð í markvörðinn Rubinho hjá Palermo. (TalkSport)

Palermo ætlar að reyna að kreista út eins mikinn pening fyrir leikstjórnandann Javier Pastore og hægt er. Ítalska félagið hefur tilkynnt Chelsea að franska félagið Paris St vilji einnig Pastore. (Daily Mirror)

Alex McLeish, stjóri Aston Villa, vill fá varnarmanninn Alan Hutton frá Tottenham en þarf að selja Habib Beye, Luke Young og Carlos Cuellar. (Daily Mirror)

Miðjumaðurinn James McCarthy hjá Wigan er á óskalista Arsenal. (Metro)

Bolton færist nær kaupum á þeim Chris Eagles og Tyrone Mears hjá Burnley. Miðjumaðurinn Nigel Reo-Coker sem er á frjálsri sölu gæti einnig farið til Bolton. Þá vill Bolton fá sóknarmanninn David Ngog frá Liverpool. (Daily Mirror)

Sven-Göran Eriksson, stjóri Leicester, er að tryggja sér miðjumanninn Gelson Fernandes hjá Manchester City. (TalkSport)

Blackpool vill fá Daniel Drinkwater og Oliver Norwood lánaða frá Manchester United. (TalkSport)

Neil Warnock, stjóri QPR, mun ræða við sóknarmaninn DJ Campbell hjá Blackppol á næstu tveimur sólarhringum. (Daily Star)

Leicester er tilbúið að gera lokatilraun til að kaupa sóknarmanninn Nicky Maynard frá Bristol City. (Daily Star)

Wigan hefur blandað sér í baráttuna um sóknarmanninn Jamie Murphy hjá Motherwell. (Daily Mail)

Dani Pacheco, sóknarmaður Liverpool, vill komast til Norwich en hann fær ekkert að spila á Anfield. (Daily Star)

Framherjinn James McFadden gæti farið aftur til Everton á frjálsri sölu, þremur árum eftir að hann gekk til liðs við Birmingham. (Daily Star)

West Ham hefur gert tilboð í Shane Long hjá Reading. (The Times)

Jose Enrique, varnarmaður Newcastle, hefur verið sektaður um 100 þúsund pund vegna ummæla um kaupstefnu eiganda félagsins gegnum Twitter. (The Sun)

Thierry Henry hefur útilokað það að hann snúi aftur í ensku úrvalsdeildina. Henry mun spila með New York Red Bulls í æfingaleik gegn Manchester United á miðvikudag. (Daily Star)

Ian Wright, fyrrum sóknarmaður Arsenal, ætlar að feta í fótspor Eric Cantona, Pele og Vinnie Jones með því að hefja leiklistarferil. Wright hefur fengið hlutverk í bresku myndinni "Gun of the Black Sun". (Daily Mirror)
banner
banner