Eyþór Martin Björgólfsson, sem er hálfur Íslendingur og hálfur Norðmaður, hefur ákveðið að nýta riftunarákvæði í samningi sínum við Umeå FC í Svíþjóð.
Eyþór var langbesti leikmaður í liði Umeå á nýliðnu ári þar sem hann skoraði helming marka liðsins í næstefstu deild sænska boltans.
Umeå endaði á botni Superettan og féll en Eyþór setti 15 mörk í 29 leikjum, þar af skoraði hann átta mörk í síðustu fimm leikjum deildartímabilsins.
Eyþór gekk til liðs við Umeå eftir stutta dvöl hjá Start í Noregi árið 2024.
Anfallaren Eythor Bjørgolfsson har valt att utnyttja en klausul i avtalet vilket gör att han lämnar Umeå FC i förtid.
— Umeå FC (@UmeaFC) December 30, 2025
Vi tackar Eythor för sina insatser i klubben och önskar honom lycka till i framtiden!#UmeåFC #FörUmeå pic.twitter.com/kAJxymjHpb
Athugasemdir




