Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 16. nóvember 2011 18:00
Ívan Guðjón Baldursson
Sepp Blatter: Það er enginn rasismi í fótbolta
Sepp Blatter er þekktur fyrir óvenjulegar skoðanir.
Sepp Blatter er þekktur fyrir óvenjulegar skoðanir.
Mynd: Getty Images
Sepp Blatter, forseti FIFA sambandsins, heldur því fram að rasismi sé ekki raunverulegt vandamál í knattspyrnuheiminum, og telur að öll svona mál eigi að leysa með handabandi.

Enska knattspyrnusambandið er að rannsaka meinta kynþáttafordóma John Terry, fyrirliða Chelsea, og hefur nú þegar kært Luis Suarez, sóknarmann Liverpool, fyrir að vera með fordóma gagnvart Patrice Evra, svörtum varnarmanni Man Utd.

,,Það er enginn rasismi, kannski bara vitlaust orð eða vitlaus hreyfing," sagði Blatter við CNN World Sport.

,,Sá sem verður fyrir áhrifum þess ætti bara að hugsa að þetta er leikur og leysa þetta með handabandi eftir leik."

Ummæli Blatter hafa vakið mikla gagnrýni og rétt í þessu skrifaði Rio Ferdinand, miðvörður enska landsliðsins og Manchester United, færslu á Twitter um málið.

,,Segið mér að ég hafi mislesið ummæli Sepp Blatter sem varða rasisma í fótbolta....ef ekki þá er ég forviða."
banner