,,Ég er sáttur meða að hafa skorað en ósáttur með að hafa misst það niður í lokin og misst tvö stig," sagði Jóhann Helgi Hannesson framherji Þórs sem skoraði fyrsta mark sitt í efstu deild þegar liðið gerði 2-2 jafntefli gegn Þór í kvöld en hann kom inná sem varamaður í hálfleik eftir að hafa tekið út agabann í síðasta leik.
,,Ég var náttúrulega ekki í hóp í síðasta leik. Mér finnst ég eiga skilið að vera í liðinu og það er bara ein leið til að sýna það, það er bara inni á vellinum."
,,Ég kem inná í hálfleik og ætlaði bara að standa mig og vona að ég hafi gert það."
,,Við misstum tvö stig, lentum undir en erum komnir 2-1 yfir og þeir jafna á 90. mínútu. Súrsætt, það er erfitt að mótmæla að þetta hafi verið sanngjarnt."