Newcastle býr sig undir nýtt tilboð frá Liverpool - Úlfarnir vilja Strand Larsen - Everton hefur áhuga á Ake
   fös 22. ágúst 2025 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Glasner: Þurfum Guéhi fyrir seinni leikinn
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Oliver Glasner þjálfari Crystal Palace segir það vera mikilvægt fyrir liðið að halda fyrirliðanum Marc Guéhi hjá félaginu næstu vikuna svo hann geti verið með í seinni leiknum gegn Fredrikstad í forkeppni fyrir Sambandsdeildina.

Crystal Palace vann aðeins 1-0 í fyrri leiknum á heimavelli í gærkvöldi og má ekkert gefa eftir í seinni leiknum. Sigurliðið fer í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar en tapliðið dettur úr leik í Evrópu.

Guéhi er aðeins með eitt ár eftir af samningi við Palace og virðast Englandsmeistarar Liverpool vera nálægt því að festa kaup á honum fyrir 40 milljónir punda.

„Við verðum að halda honum fyrir seinni leikinn. Það er mikilvægt fyrir okkur að komast í þessa keppni. Ef við viljum vera samkeppnishæfir í Sambandsdeildinni þá þurfum við að breikka hópinn," sagði Glasner eftir sigurinn gegn Fredrikstad. Hann var einnig spurður út í söluna á Eberechi Eze til Arsenal.

„Ég óska Eberechi Eze alls hins besta. Hann mun ekki spila með okkur aftur."

   21.08.2025 19:08
Eze bað um að vera ekki með í kvöld

Athugasemdir
banner
banner