
Það er leikdagur. Sjálfur úrslitaleikur Mjólkurbikarsins verður klukkan 19 í kvöld þegar Valur og Vestri eigast við á Laugardalsvelli.
Miðað við skoðanakönnun sem hefur verið á forsíðu Fótbolta.net má búast við gríðarlega jöfnum og spennandi leik en það skiptist nánast 50/50 hvort liðið fólk telur að vinni leikinn.
Miðað við skoðanakönnun sem hefur verið á forsíðu Fótbolta.net má búast við gríðarlega jöfnum og spennandi leik en það skiptist nánast 50/50 hvort liðið fólk telur að vinni leikinn.
Lestu um leikinn: Valur 0 - 0 Vestri

Formenn meistaraflokksráða hjá þessum félögum; Breki Logason hjá Val og Samúel Samúelsson hjá Vestra, hittust á Laugardalsvelli núna í morgunsárið og hjálpuðust að við að setja upp fána og borða frá báðum liðum og gera umgjörðina eins og best verður á kosið. Benedikt Bóas, stuðningsmaður Vals og Guðrún Máney, dóttir Samma, voru einnig mætt til að aðstoða. Allir vinir að morgni leikdags.
Hér má nálgast miðasölu á leikinn en stuðningsmenn Vals munu hita upp á Ölveri fyrir leik en stuðningsmenn Vestra í Þróttarheimilinu.
Athugasemdir