Albanski miðjumaðurinn Kristjan Asllani hefur kosið að fara til Torino frekar heldur en Bologna eftir að bæði lið reyndu að krækja í hann í sumar.
Fabrizio Romano hefur sett „here we go!" stimpilinn sinn á félagaskiptin.
Asllani fer til Torino á eins árs lánssamningi með kaupmöguleika. Félagið borgar 1,5 milljón evra fyrir lánið og getur svo fest kaup á leikmanninum fyrir 12 milljónir til viðbótar. Inter mun auk þess halda 20% af hagnaði af næstu endursölu.
Asllani er búinn að samþykkja samning hjá Torino til 2029 ef félagið ákveður að festa kaup á honum.
Asllani kom að 6 mörkum í 39 leikjum með Inter á síðustu leiktíð. Hann er 23 ára gamall og er mikilvægur hlekkur í landsliði Albaníu.
Inter keypti hann úr röðum Empoli fyrir um 14 milljónir evra og hefur Asllani í heildina tekið þátt í 99 leikjum á þremur árum hjá stórveldinu.
30.06.2022 17:41
Inter kaupir Asllani af Empoli (Staðfest)
Athugasemdir