Anderson til United? - Arsenal í viðræðum við lykilmenn - Tveir á förum frá United - 18 ára vekur athygli
   fös 22. ágúst 2025 09:17
Elvar Geir Magnússon
Rúben Dias búinn að skrifa undir
Mynd: EPA
Rúben Dias hefur skrifað undir framlengingu á samningi sínum við Manchester City og er portúgalski varnarmaðurinn nú bundinn félaginu til 2029, með möguleika á einu ári til viðbótar.

Dias er 28 ára og kom fyrst til City frá Benfica fyrir 65 milljónir punda árið 2020 og var hann valinn leikmaður ársins í ensku úrvalsdeildinni á sínu fyrsta tímabili.

Dias hefur hjálpað City að vinna fjóra Englandsmeistaratitla, Meistaradeildina, deildabikarinn og FA-bikarinn á fimm árum sínum á Etihad leikvangnum.

„Ég er afskaplega ánægður í dag. Ég elska Manchester City, þetta er orðið heimili mitt og ég elska stuðningsmennina," segir Dias.


Athugasemdir
banner