Arsenal býður fimm ára samning - Liverpool reyndi skiptidíl - Bernardo Silva til Benfica - Olise á blaði Liverpool
   fös 22. ágúst 2025 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
England um helgina - Stórleikir í Manchester og Newcastle
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Önnur umferð enska úrvalsdeildartímabilsins fer fram um helgina og eru tveir stórleikir á dagskrá.

Fjörið hefst strax í kvöld þegar West Ham tekur á móti Chelsea í Lundúnaslag og í hádeginu á morgun fáum við fyrsta stórleikinn.

Manchester City tekur þar á móti Tottenham Hotspur en viðureignir þessara liða hafa verið einstaklega skemmtilegar á undanförnum árum.

Burnley og Sunderland eigast svo við í nýliðaslag á sama tíma og Brentford og Bournemouth eiga heimaleiki gegn Aston Villa og Wolves.

Arsenal lýkur svo laugardeginum á heimavelli gegn nýliðum Leeds United.

Það eru þrír leikir á sunnudaginn þar sem búist er við að Marc Guéhi og Eberechi Eze, sem virðast vera á förum frá Crystal Palace, verði í byrjunarliðinu gegn Nottingham Forest.

Manchester United heimsækir Fulham í lokaleik sunnudagsins áður en annar stórleikur fer fram í Newcastle á mánudagskvöldið.

Newcastle tekur þar á móti Liverpool í hörkuslag en liðin mættust einnig í úrslitaleik deildabikarsins í mars og hafði Newcastle betur þar.

Alexander Isak, sem skoraði sigurmarkið í úrslitaleiknum í mars, verður ekki í hóp hjá Newcastle.

Föstudagur
19:00 West Ham - Chelsea

Laugardagur
11:30 Man City - Tottenham
14:00 Burnley - Sunderland
14:00 Brentford - Aston Villa
14:00 Bournemouth - Wolves
16:30 Arsenal - Leeds

Sunnudagur
13:00 Crystal Palace - Nott. Forest
13:00 Everton - Brighton
15:30 Fulham - Man Utd

Mánudagur
19:00 Newcastle - Liverpool
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 3 3 0 0 8 4 +4 9
2 Chelsea 3 2 1 0 7 1 +6 7
3 Arsenal 3 2 0 1 6 1 +5 6
4 Tottenham 3 2 0 1 5 1 +4 6
5 Everton 3 2 0 1 5 3 +2 6
6 Sunderland 3 2 0 1 5 3 +2 6
7 Bournemouth 3 2 0 1 4 4 0 6
8 Crystal Palace 3 1 2 0 4 1 +3 5
9 Man Utd 3 1 1 1 4 4 0 4
10 Nott. Forest 3 1 1 1 4 5 -1 4
11 Brighton 3 1 1 1 3 4 -1 4
12 Leeds 3 1 1 1 1 5 -4 4
13 Man City 3 1 0 2 5 4 +1 3
14 Burnley 3 1 0 2 4 6 -2 3
15 Brentford 3 1 0 2 3 5 -2 3
16 West Ham 3 1 0 2 4 8 -4 3
17 Newcastle 3 0 2 1 2 3 -1 2
18 Fulham 3 0 2 1 2 4 -2 2
19 Aston Villa 3 0 1 2 0 4 -4 1
20 Wolves 3 0 0 3 2 8 -6 0
Athugasemdir
banner