Newcastle býr sig undir nýtt tilboð frá Liverpool - Úlfarnir vilja Strand Larsen - Everton hefur áhuga á Ake
   fös 22. ágúst 2025 09:09
Elvar Geir Magnússon
Bröndby sektað fyrir lætin á Íslandi
Hluti af stuðningsmönnum Bröndby var til ófriðs á Íslandi.
Hluti af stuðningsmönnum Bröndby var til ófriðs á Íslandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Danskir fjölmiðlar greina frá því að UEFA, fótboltasamband Evrópu, hafi sektað danska félagið Bröndby um 25 þúsund evrur vegna óláta hjá stuðningsmönnum liðsins hér á landi. Það eru um 3,6 milljónir íslenskra króna.

Hópur stuðningsmanna liðsins var með læti í kringum fyrri viðureignina gegn Víkingi í forkeppni Sambandsdeildarinnar en Víkingur vann þann leik 3-0.

Í útskýringu frá UEFA segir að hegðun þeirra hæfi ekki íþróttaviðburði.

Stuðningsmennirnir unnu skemmdarverk á vallarsvæði Víkings og veltu meðal annars ferðaklósettum um koll.

Bröndby vann svo ótrúlegan sigur í seinni leiknum 4-0 og komst áfram úr einvíginu.
Athugasemdir
banner