Arsenal hefur áhuga á Rogers - Elliott færist nær Leipzig - Forest hefur áhuga á Carmona og Cash
banner
   fös 22. ágúst 2025 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Þurfa að kaupa Chukwuemeka til að fá Anselmino
Mynd: EPA
Mynd: Borussia Dortmund
Borussia Dortmund og Chelsea eru í viðræðum um félagaskipti fyrir tvo leikmenn, þá Aarón Anselmino og Carney Chukwuemeka.

Báðir leikmennirnir eru spenntir fyrir félagaskiptunum en viðræður á milli félaganna eru erfiðar. Samkvæmt upplýsingum frá Fabrizio Romano er Chelsea einungis reiðubúið til að lána Anselmino til Dortmund ef þýska félagið kaupir Chukwuemeka.

Anselmino er búinn að samþykkja samning hjá Dortmund og hefur Enzo Maresca sagt að varnarmaðurinn þurfi á meiri spiltíma að halda. „Hann er að æfa mjög vel, þetta er stórkostlegur strákur en hann þarf spiltíma. Hann þarf að fara út á láni til að spila fótbolta," sagði Maresca meðal annars.

Anselmino er tvítugur miðvörður frá Argentínu. Chelsea treystir Dortmund ekki nægilega mikið til að lána þeim Anselmino eftir að Chukwuemeka fékk lítinn spiltíma á láni hjá þeim fyrr á árinu. Miðvörðurinn fær því einungis að fara til félagsins á láni ef það festir kaup á Chukwuemeka, sem kostar um 30 milljónir punda.

Chelsea er búið að hafna tilboði frá Dortmund fyrr í sumar sem hljóðaði upp á 15 milljónir fyrir Chukwuemeka.

Chukwuemeka er 21 árs miðjumaður og er Chelsea ekki reiðubúið til að lána hann burt frá sér án kaupskyldu.

Félögin eru í viðræðum um kaupverð fyrir Chukwuemeka þessa dagana. Nái þau samkomulagi er ljóst að báðir leikmennirnir skipta yfir í þýska boltann fyrir haustið.

Ef ekki næst samkomulag um kaupverð fyrir Chukwuemeka mun hvorugur leikmaður fara til Dortmund.

   17.08.2025 08:40
Chelsea hafnaði tilboði frá Dortmund

Athugasemdir
banner