sun 03. júlí 2011 08:28
Magnús Már Einarsson
3. deild: Magni og KFS með sigra
KFS lagði Létti.
KFS lagði Létti.
Mynd: Davíð Egilsson
Tveir leikir fóru fram í þriðju deild karla í gærkvöldi. KFS er í fjórða sæti í A riðli eftir góðan sigur á Létti.

Magni styrkti síðan stöðu sína í öðru sæti D riðilsins með 2-0 heimasigri á Huginn en tveir leikmenn gestanna fengu rauða spjaldið þar.

Það er allt í hnút í B riðlinum og ekki skánaði hann eftir úrslit gærdagsins. Toppliðið Léttir tapaði sínum fyrsta leik og það gegn KFS sem eru nú komnir með 12 stig 2 stigum á eftir Létti og stigi á eftir KFR og Ými. Það er því allt galopið í b riðlinum og öll lið eiga séns á sæti í úrslitakeppninni ef undan er skilið lið Hvíta Riddarans.

Léttir 2 - 3 KFS
0-1 Gauti Þorvarðarson
1-1 Haukur M. Ólafsson
2-1 Haukur M. Ólafsson
2-2 Sæþór Jóhannesson
2-3 Anton Rafn Jónasson

Magnamenn halda áfram góðu gengi sínu og eru í ágætri stöðu í 2.sæti riðilsins. Huginsmenn eru í 5.sæti og verða þar einnig eftir næstu umferð.

Magni 2 - 0 Huginn
1-0 Hreggviður Heiðberg Gunnarsson (38, víti)
2-0 Davíð Jón Stefánsson (81)
Rauð spjöld: Sirak Beyene (59) og Syed Samiuel Hoque (68) (Báðir í Huginn)
banner
banner
banner
banner
banner