
,,Við vorum drullulélegar í fyrri hálfleik fannst mér en eftir að við jöfnum leikinn 1-1 þá héldu stelpurnar að þetta myndi koma að sjálfu sér," sagði Hlynur Svan Eiríksson þjálfari Þór/KA eftir 3-1 tap gegn Fylki í Árbænum í kvöld.
,,Fylkisliðið er bara þannig að það berst fram í rauðan dauðann. Þess vegna fáum við á okkur tvö óþarfa mörk önnur í fyrri hálfleik."
,,Í seinni hálfleik var bara eitt lið á vellinum og við sköpuðum okkur aragrúa færa til að skora en nýttum þau ekki. En það vara bara eitt lið á vellinum í seinni hálfleik, ég veit það vel," sagði Hlynur en getur verið að það hafi verið eitthvað vanmat í gangi?
,,Það átti ekkert að vera svoleiðis en það mál vel vera að það hafi læðst í höfuð þeirra þegar við jöfnum leikinn. En við höfum ekkert efni á að vanmeta einn eða neinn."