,,Ekkert gríðarlega svekktur en auðvitað svekktur enda fengum við bestu færin í leiknum,"sagði Ólafur Þórðarson þjálfari Fylkis eftir leik sinna manna gegn Stjörnunni í dag.
Lestu um leikinn: Fylkir 2 - 3 Stjarnan
Fylkir hefur misst marga leikmenn í meiðsli og önnur verkefni í sumar og þurftu þeir Gylfi Einarsson og Tómas Þorsteinsson báðir að fara útaf vegna meiðsla í fyrri hálfleik.
,,Það er auðvitað erfitt að missa útaf reynslubolta en það er bara ekkert við því að gera, svona er bara staðan hjá okkur. Við verðum bara að spila úr því sem við höfum. Mér fannst þessir ungu strákar bara koma inn á og standa sig vel,"sagði Ólafur en Fylkismenn fara í heimsókn í Frostaskjólið í næstu umferð.
,,Kannski getum við gert þeim skráveifu í toppbaráttunni, það kemur í ljós,"sagði Ólafur en nánar er rætt við hann í sjónvarpinu hér að ofan.