,,Við erum mjög ánægðir með þrjú stig á móti Fram liðinu sem stóð sig líka mjög vel. Heppnin var okkar megin. Sumir segja að heppnin sé verðskulduð og við hlupum mjög vel í leiknum," sagði Kristján Guðmundsson þjálfari Vals eftir 1-0 sigur liðsins á Fram í kvöld.
Lestu um leikinn: Fram 0 - 1 Valur
Ásgeir Þór Ingólfsson skoraði sigurmark Valsmanna rétt fyrir leikhlé.
,,Hann spilaði mjög vel í dag. Það kom örugglega mörgum á óvart að hann skyldi vera tekinn út af en hann var búinn að hlaupa mjög mikið fyrir liðið og spila frábærlega þannig að við þurftum ferskar fætur þarna inn. Við erum mjög ánægðir með að Geiri skyldi skora."
Sindri Snær Jensson stóð vaktina vel í marki Vals en hann og Ásgeir Þór Magnússon hafa verið að berjast um markvarðarstöðuna.
,,Við vissum að sá sem yrði fyrir valinu myndi standa sig vel. Þeir hafa báðir þroskast í samkeppninni í vetur og báðir bætt sig mikið. Þetta gat fallið hvoru megin sem var en við ákváðum að velja Sindra og hann stóð fyllilega undir því. Geiri hefði gert það líka og við vitum að hann getur komið inn ef eitthvað kemur upp á."
Haukur Páll Sigurðsson fór af velli snemma leiks en hann meiddist strax á 2. mínútu eftir samstuð við Jón Gunnar Eysteinsson. Kristján segir óljóst hversu alvarleg meiðslin eru.
,,Við vitum það ekki. Það er aðeins verið að sjá hvernig meiðslin þróast í kvöld og nótt. Þetta setti okkur út af laginu í byrjun leiksins."
Í dag kom í ljós að Valsmenn rétt misstu af sæti í Evrópudeildinni í gegnum háttvísideild UEFA.
,,Það er sárgrætilegt því að það munaði svo ótrúlega litlu því að þetta er ein áminning til eða frá. Það er magnað hvað munar litlu. Þetta var bónus fyrir góða framkomu okkar í fyrra og það hefði verið gaman að fá þessi verðlaun að komast í Evrópukeppnina en við þurfum að vinna betur fyrir því í sumar," sagði Kristján.
Hér að ofa
Athugasemdir