,,Þetta er draumabyrjun, það er flott að byrja á að skora," sagði Elvar Páll Sigurðsson sem skoraði sigurmark ÍR gegn KA í fyrsta leik sínum með liðinu í dag.
Elvar Páll var í láni hjá KA í fyrra og hann var því að skora gegn sínum gömlu félögum í dag.
Elvar Páll var í láni hjá KA í fyrra og hann var því að skora gegn sínum gömlu félögum í dag.
Lestu um leikinn: ÍR 3 - 2 KA
,,Þetta voru blendnar tilfinningar. Þetta var ekki ákjósanlegasti andstæðingurinn til að skora sigurmarkið a móti en svona er boltinn," sagði Elvar sem íhugaði að leika áfram með KA í sumar.
,,Það kom algjörlega til greina en ég skoðaði þetta vel og ákvað að vera á höfuðborgarsvæðinu og spila með ÍR. Ég sé ekkert eftir því."
Nigel Quashie var öflugur á miðjunni hjá ÍR og Elvar segir gaman að spila með honum.
,,Það er mjög gaman. Hann er virklega flottur náungi og karakter og það er gaman að hafa hann í liðinu."
,,Hann rífur menn áfram og lætur menn vita þegar þeir gera eitthvað vitlaust. Það er gaman að hafa svona menn innan sinna raða. Maður ber virðingu fyrir svona manni."
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir