
Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari kvennalandsliðsins tilkynnti í gær 22 manna hóp fyrir leiki gegn Ungverjalandi og Búlgaríu 16. og 21. júní næstkomandi. Hann ræddi við fjölmiðla eftir að hafa tilkynnt hópinn og viðtalið við hann má sjá hér að ofan.
,,Staðan á hópnum er fín, það er helst óvissa með meiðsli hjá Fanndísi (Friðriksdóttur), Hallberu (Guðnýju Gísladóttur) og Guðbjörgu Gunnars. En ég hef þó mestar áhyggjur af meiðslunum hjá Guðbjörgu sem meiddist á öxl í síðasta leik og þurfti að fara útaf," sagði Sigurður Ragnar.
,,Fyrir utan það hef ég ekki stórkostlegar áhyggjur. Jú, það eru þessi hjá Margréti Láru alltaf sem við þurfum að hafa íhuga og við skoðum bara ástandið á henni þegar hún kemur á æfingarnar."
Nánar er rætt við Sigurð Ragnar í sjónvarpinu að ofan.
Athugasemdir