Rúnar Kristinsson þjálfari KR var afar rólegur eftir 1-2 tap gegn Blikum á Kópavogsvelli í kvöld. KR-ingar voru langt í frá að vera sannfærandi í sínum leik og áttu lítið sem ekkert skilið úr þessum leik.
Lestu um leikinn: Breiðablik 2 - 1 KR
,,Blikarnir voru betri á öllum sviðum og unnu sannfærandi sigur. Ég þarf að skoða hvað fór úrskeiðis og hvað við þurfum að laga fyrir næsta leik sem við eigum að spila. Blikarnir spiluðu mjög vel og voru öruggir á boltanum og spiluðu frábærlega. Þeir eru með flinka og fljóta menn og við áttum í stökkustu vandræðum með þá," sagði Rúnar en KR og Breiðablik mætast í Borgunar-bikarnum í næstu viku.
Leikurinn var tíðindalítill í fyrri hálfleik og fá færi litu dagsins ljós,
,,Ég man ekki eftir að Blikar hafi fengið færi í fyrri hálfleik þó þeir hafi verið meira með boltann en við hinsvegar áttum fullt af fyrirgjöfum sem hefði getað verið hættulegar en það voru engin færi í fyrri hálfleik en síðan komumst við yfir í seinni hálfleik og það var gegn gangi leiksins eins og allir vita en við náðum ekki að halda því og þeir komu sterkir inn í restina og kláruðu þetta með tveimur mörkum," sagði Rúnar sem talaði síðan um skiptingarnar sem hann gerði í leiknum og margt fleira.
Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir