Villa horfir til Jackson - Chelsea leggur aukna áherslu á Garnacho - Tottenham vill leikmann Mónakó
Fyrsti bikarúrslitaleikur Hólmars á Íslandi - „Mikil eftirvænting“
Rúnar Kristins: Erum tilbúnir í þessa baráttu
Óskar Hrafn: Vorum eins og hjón sem hafa makaskipti í Dansskóla Köru
Galdur: Leist betur á KR en Breiðablik
Elmar Atli: Auðvitað fúll en ég virði ákvörðun þjálfarans
Davíð Smári: Virðist dáið á Íslandi að sóknarmaðurinn njóti vafans
Túfa: Frederik og Aron ættu að vera klárir á föstudaginn
Bragi Karl setti tvö í 5-4 sigri: Ljúft að sækja þrjú stig í Kópavoginn
Kjartan Henry: FH var ekki að fara að tapa fyrir Breiðabliki tvo daga í röð
Dóri Árna: Skora fjögur mörk á heimavelli á alltaf að vera nóg
Lárus Orri: Ómar er kýldur í magann
Sölvi: Fæ aftur þá tilfinningu að lífið sé gott
Ingvar tjáir sig um bekkjarsetuna: Tímasetningin hrikalega súr
Maggi: Það hafa mörg lið brotnað við það en við gerum það ekki
Grímsi: Við ætlum okkur í efri hlutann
Haddi: Eigum við ekki bara að hafa jákvæða hattinn á
Jói B: Getum lítið gert í því að missa leikmenn út í háskóla
Túfa: Getum talað um það í allan dag hvað fór úrskeiðis
Bjarki Björn hjálpaði þjálfarateymi ÍBV - „Hann er með fótboltaheila"
Siggi hæstánægður: Hundleiðinlegur fótboltaleikur
   mán 25. júní 2012 23:02
Brynjar Ingi Erluson
Karl Brynjar: Ég er bara drullusáttur
Karl Brynjar með boltann í kvöld.
Karl Brynjar með boltann í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hrafnhildur Heiða Gunnlaugsdóttir
,,Ég er bara drullusáttur, það er ekki hægt annað núna. Við erum búnir að vera að skíta á okkur í deildinni og komum svo í bikarinn sem er svona auka, þannig ég er bara sérstaklega sáttur," sagði Karl Brynjar Björnsson, leikmaður Þróttara eftir sigur liðsins á Val í 16-liða úrslitum Borgunarbikarsins í kvöld.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 -  1 Valur

Hörður Sveinsson kom Val yfir áður en Oddur Björnsson jafnaði metin. Leikurinn fór alla leið í framlengingu, en á lokamínútu framlengingar tryggði Karl Brynjar Þrótturum sigurinn.

,,Ég er búinn að gera þetta einu sinni áður, þriðja markið í sumar. Við þurfum bara að fara að skora meira í deildinni og halda hreinu, það er það sem skiptir máli. Þessi keppni er bara plús."

,,Við lögðum bara upp með að keyra á þá, þeir eru með hæga hafsenta sem eru lélegir á boltann. Það gekk bara mjög vel og upp og við vorum miklu betri allan leikinn.

,,Valur fékk nokkur hálffæri, en þetta átti aldrei að fara í framlengingu hefðum bara átt að klára þetta eftir venjulegan leiktíma og það hefði verið sanngjörnt. En það er sætara að vinna þetta eftir framlengingu."

,,Ég væri til í að fara í Krikann mæta FH, en það er svona það sem ég vil gera. Ég veit ekki með hina,"
sagði Karl Brynjar að lokum.

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér að ofan, en beðist er velvirðingar á að hljóðið sé á undan myndinni.
Athugasemdir
banner