Garðar Jóhannsson, framherji Stjörnunnar, var að vonum ánægður með 4-2 sigur liðsins gegn Selfossi í Pepsi deildinni í dag.
Garðar var í byrjunarliðinu í fyrsta skiptið eftir meiðsli og skoraði tvö mörk.
Garðar var í byrjunarliðinu í fyrsta skiptið eftir meiðsli og skoraði tvö mörk.
Lestu um leikinn: Stjarnan 4 - 2 Selfoss
„Þetta er bara fínt. Þrjú stig eru mjög mikilvæg eftir að við látum þá jafna svona aulalega í fyrri hálfleik. 2-2 markið er algert klúður af okkar hálfu en við komum sterkir til baka og sýndum úr hverju við erum gerðir,“ sagði Garðar eftir leikinn.
„Ég er bara búinn að vera hálf meiddur í sumar og það er ágætt að ná að enda þetta ágætlega. Ég er reyndar ennþá meiddur, eða á erfitt með að beita mér 100 prósent."
Viðtalið við Garðar má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir