Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   fös 20. desember 2013 12:00
Magnús Már Einarsson
Matti Villa spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Matthías Vilhjálmsson.
Matthías Vilhjálmsson.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
United vinnur West Ham örugglega samkvæmt spá Matta.
United vinnur West Ham örugglega samkvæmt spá Matta.
Mynd: Getty Images
Mourinho mun spila varnarbolta og gera markalaust jafntefli á Emirates samkvæmt spá Matthíasar.
Mourinho mun spila varnarbolta og gera markalaust jafntefli á Emirates samkvæmt spá Matthíasar.
Mynd: Getty Images
Hjörvar Hafliðason var með sex leiki rétta þegar hann spáði í spilin í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi.

Matthías Vilhjálmsson, leikmaður Start, spáir í leikina að þessu sinni en hann spáir því meðal annars að Lundúnarliðin Arsenal og Chelsea geri markalaust jafntefli í toppbaráttuslag á Þorláksmessu.

Liverpool 3 - 0 Cardiff (12:45 á morgun)
Fyrir ekki svo löngu þá hefði ég orðið smeykur við þennan leik en við Poolarar erum með svindlkall í strikernum. Svo gæti allt eins verið að eigandi Cardiff myndi vilja stjórna liðinu sjálfur á hliðarlínunni. Meira bíóið þessi gaur.

Crystal Palace 1 - 1 Newcastle (15:00 á morgun)
Newcastle eru góðir á 2 ára fresti og eru það í ár en hins vegar er Crystal Palace með tvo kraftaverkamenn, Tony Pulis og Chamakh þannig að þetta endar með 1-1 jafntefli.

Fulham 0 - 2 Manchester City (15:00 á morgun)
Vörnin hjá Fulham er hrottalega léleg eftir að Hangeland meiddist og City er með frábært sóknarlið. Ég held að þeir verðu of sterkir fyrir Fulham og vinna 0-2.

Manchester United 3 - 0 West Ham (15:00 á morgun)
Moyes og co. munu rúlla þessum leik upp þó svo að West Ham hafi unnið Tottenham í miðri viku. Ef Moyes og co. tekst það ekki þá er veruleg krísa fyrir jafnstóran klúbb og Man U er.

Stoke 2 - 1 Aston Villa (15:00 á morgun)
Ég var mjög hrifinn af Aston Villa í byrjun leiktíðar en þeir hafa misst flugið og ég held að Charlie Adam sigli þessu heim.

Sunderland 1 - 0 Norwich (15:00 á morgun)
Mjög óaðlaðandi leikur hér á ferð. Ég ætla að segja 1-0 fyrir Sunderland og það hlýtur að vera Phil Bardsley sem setur hann.

WBA 1 - 1 Hull (15:00 á morgun)
Þjálfaralausir WBA verða sprækir í dag en verður það nóg til að klára Hull? Ég er ekki alveg viss og því ætla ég að segja 1-1.

Southampton 2 - 1 Tottenham (13:30 á sunnudag)
Byrjunin hjá þessum liðum hefur verið eins og svart og hvítt skemmtanalega séð en samt eru Tottenham með 3 stigum meira í deildinni. Til að mynda er Tottenham fyrir ofan meistara síðasta ár Man U en samt var AVB rekinn. Brútal heimur en ég ætla að segja 2-1 fyrir Southampton

Swansea 1 - 1 Everton (16:00 á sunnudag)
2 skemmtileg lið sem vilja halda bolta og spila honum vel á milli sín. Kannski svolítið nýtt fyrir Everton en þeir hafa byrjað vel en spurning hvað þeir halda þessu uppi lengi. Ég er nokkuð viss um að þessi leikur fer jafntefli.

Arsenal 0 - 0 Chelsea (20:00 á mánudag)
Stórleikur helgarinnar. Ég hef alltaf dáðst að Arsenal fyrir boltann sem þeir spila og hvernig félagið er rekið en ef þeir fara að misstíga sig oftar núna þá held ég að þeir fari að hugsa meira um vonbrigðin seinustu ár. Chelsea er ekkert voða spennandi lið en eru samt með Winnerinn José Mourinho sem spilar alltaf varnarbolta á útivelli gegn stóru liðunum. Þessi leikur fer 100 % 0-0.

Eldri spámenn:
Birkir Már Sævarsson - 7 réttir
Ríkharð Óskar Guðnason - 7 réttir
Doddi litli - 6 réttir
Ari Freyr Skúlason - 6 réttir
Freyr Alexandersson - 6 réttir
Gary Martin - 6 réttir
Gísli Marteinn Baldursson - 6 réttir
Hjörvar Hafliðason - 6 réttir
Logi Bergmann Eiðsson - 6 réttir
Arnar Björnsson - 4 réttir
Björn Bragi Arnarsson - 4 réttir
Hólmbert Aron Friðjónsson - 4 réttir
Sam Tillen - 4 réttir
Brynjar Björn Gunnarsson - 4 réttir
Magnús Halldórsson - 2 réttir
Athugasemdir
banner
banner