Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
banner
   fös 13. desember 2013 12:00
Magnús Már Einarsson
Hjörvar Hafliðason spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Hjörvar Hafliðason.
Hjörvar Hafliðason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Manchester City vinnur Arsenal samkvæmt spá Hjörvars.
Manchester City vinnur Arsenal samkvæmt spá Hjörvars.
Mynd: Getty Images
Hjörvar með Pardew vini sínum.
Hjörvar með Pardew vini sínum.
Mynd: Aðsend mynd
Magnús Halldórsson fékk einungis tvo rétta þegar hann spáði í spilin í síðustu umferð í ensku úrvalsdeildinni.

Hjörvar Hafliðason, dagskrárstjóri Stöðvar 2 og sparkspekingur, spáir í leikina að þessu sinni og stefnir á að ná

Manchester City 2 - 1 Arsenal (12:45 á morgun)
City hafa verið óstöðvandi á heimavelli. Arsenal átti erfitt uppdráttar í miðri viku á meðan City menn mæta full sjálfstraust.

Cardiff 1 -0 WBA (15:00 á morgun)
Þetta er fótboltaleikur sem Cardiff verður að vinna. Aron Einar fer á markvörðinn í hornspyrnu, stígur tvö skref til hliðar og stangar sigurmarkið í netið.

Chelsea 4 - 1 Crystal Palace (15:00 á morgun)
Tony Pulis hefur tekist að vinna ótrúlegt starf á skömmum tíma í London en Chelsea mun vinna þennan nágrannaslag nokkuð örugglega. Andre Schurrle skorar sína fyrstu þrennu í ár.

Everton 2 - 0 Fulham (15:00 á morgun)
Gömlu kallarnir í Fulham eru ennþá þreyttir eftir erfiðan leik síðasta sunnudag og Everton gengur á lagið. Gerard Deulofeu skorar eitt í 2-0 sigri.

Newcastle 2 -0 Southampton (15:00 á morgun)
Góður vinur minn Alan Pardew er á miklu flugi um þessar mundir og Southampton er mun veikara með Gazzaniga í markinu en Boruc. Ástríðan mun sigra þennan leik.

West Ham 0 - 0 Sunderland (15:00 á morgun)
Ef einhver leikur fer 0-0 þessa helgina þá er það þessi. Ég ætla að spá því að þetta verði stál í stál.

Hull 1 - 2 Stoke (17:30 á morgun)
Vanmetnasti stjórinn í deildinni Steve Bruce hefur komið öllum á óvart með sterkt Hull lið en Mark Hughes og félagar stela þessu 2-1. Ryan Shawcross skorar í leiknum.

Aston Villa 0 - 1 Manchester United (13:30 á sunnudag)
Meistaradeildar Moyes mætir á uppáhalds útivöll allra United manna og vinnur nauman 1-0 útisigur.

Norwich 2 - 1 Swansea (13:30 á sunnudag)
Þetta verður dæmigerður Swansea Evrópudeildar hangover. Errea strákarnir skora tvö en Walesverjarnir bara eitt.

Tottenham 2 -0 Liverpool (16:00 á sunnudag)
Minn helsti sérfræðingur í málefnum Liverpool segir að þetta verði erfitt þar sem það vantar Steven Gerrard. Ég verð að hlusta á hann og spái 2-0 sigri Tottenham.

Eldri spámenn:
Birkir Már Sævarsson - 7 réttir
Ríkharð Óskar Guðnason - 7 réttir
Doddi litli - 6 réttir
Ari Freyr Skúlason - 6 réttir
Freyr Alexandersson - 6 réttir
Gary Martin - 6 réttir
Gísli Marteinn Baldursson - 6 réttir
Logi Bergmann Eiðsson - 6 réttir
Arnar Björnsson - 4 réttir
Björn Bragi Arnarsson - 4 réttir
Hólmbert Aron Friðjónsson - 4 réttir
Sam Tillen - 4 réttir
Brynjar Björn Gunnarsson - 4 réttir
Magnús Halldórsson - 2 réttir
Athugasemdir
banner
banner
banner