Dani á reynslu
Sindri í 2. deildinni hefur fengið króatíska leikmanni Duje Klaric í sínar raðir.
Duje var á reynslu hjá Grindavík fyrr í mánuðinum. Grindavík ákvað að semja ekki við hann en Sindri kom þá til sögunnar og gerði samning við leikmanninn út tímabilið. Duje getur spilað allar fremstu stöðurnar á vellinum en hann er fæddur árið 1992.
Duje var á reynslu hjá Grindavík fyrr í mánuðinum. Grindavík ákvað að semja ekki við hann en Sindri kom þá til sögunnar og gerði samning við leikmanninn út tímabilið. Duje getur spilað allar fremstu stöðurnar á vellinum en hann er fæddur árið 1992.
Casper Knudsen frá Danmörku er einnig á reynslu hjá Sindramönnum þessa dagana.
„Hann mun æfa með okkur næstu daga. Hann er einnig hugsaður til að styrkja hópinn fyrir lokasprettinn," sagði Auðun Helgason þjálfari Sindra við Fótbolta.net.
Alexander Petersen og Alejandro Miguel Vera Carillo eru hins vegar farnir frá Sindra eftir að hafa leikið með liðinu í sumar.
Sindri er í 9. sætinu í 2. deildinni, einungis stigi frá falli, en liðið mætir KF á útivelli á morgun.
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir