Það er ekki amalegt að lokahófið að þessu sinni sé á föstudagskvöldi. Það verður vel veitt a' þessu sinni. Umferðin hófst á mánudag með fjórum leikjum og lauk ekki fyrr en í kvöld vegna frestunar á leik ÍBV og KR.
Leikur umferðarinnar: Fylkir 3 - 3 Keflavík
Staðan var 3-2 eftir 21 mínútu! Þvílík byrjun á þessum leik. Síðar átti Fylkir eftir að klúðra víti og Keflavík að jafna. Þetta stig gerir lítið fyrir Keflavík sem er límt við botninn.
Sjáðu skýrsluna
EKKI lið umferðarinnar:
Hrakfarir Stjörnunnar halda áfram Garðbæingar töpuðu 4-0 fyrir FH. Andleysi og viljaleysi. Stjarnan fær þrjá í Ekki liðinu en þar má einnig finna Jacob Schoop sem hefur verið skugginn af sjálfum sér í þessum mánuði.
Vond vika umferðarinnar: KR
Tap í bikarúrslitum, svo mikil gagnrýni fyrir ferðatilhögun til Vestmannaeyja og loks tvö töpuð stig gegn ÍBV svo titilvonirnar sködduðust verulega.
Ekki flugmenn né veðurfræðingar umferðarinnar: KR-ingar:
Leik ÍBV og KR var frestað um sólarhring þar sem önnur flugvél KR gat ekki lent í Vestmannaeyjum vegna þoku. Framkvæmdastjóri KR var pirraður yfir þeirri gagnrýni sem KR-ingar fengu eins og hann lét í ljós í viðtali við Fótbolta.net.
Ósýnilegi veggur umferðarinnar: Kópavogsvöllur
Það var algerlega með ólíkindum að Breiðablik náði ekki að skora í fyrri hálfleik gegn ÍA á Kópavogsvelli. Blikarnir fengu hvert dauðafærið á fætur öðru en inn vildi boltinn ekki. Áhorfendur og blaðamenn voru agndofa þegar flautað var til leikhlés og staðan var enn 0-0. Blikar voru svo einungis tvær mínútur að skora í seinni hálfleik.
Þrenna umferðarinnar: Jonathan Glenn
Átti flottan leik gegn ÍA og skoraði öll þrjú mörk Breiðabliks í 3-1 sigri í Kópavoginum. Glenn skoraði tvö falleg skallamörk og bætti svo við þriðja markinu undir lokin.
Misheppnað gambl umferðarinnar: Árni Snær Ólafsson
Markvörður ÍA var mættur inn í teig Blika í hornspyrnu undir lok leiks liðanna á Kópavogsvelli. Það fór ekki betur en svo að Blikar náðu boltanum, brunuðu upp í skyndisókn og Jonathan Glenn skoraði í autt netið og tryggði 3-1 sigur heimamanna.
Copy/Paste umferðarinnar. Fjölnir - Valur
Mættust í 3.umferð í fyrra í döprum leik sem Valur átti að vinna en Einar Karl jafnaði fyrir Fjölni. Nú aftur dapur leikur sem Fjölnir átti að vinna en Einar Karl jafnaði aftur nema nú fyrir Val.
Mark umferðarinnar: Aron Sigurðarson
Og hreinskilni umferðarinnar... viðurkenndi að hafa verið að reyna fyrirgjöf en ekki skot er hann kom Fjölni yfir. Ingvar Kale ekki sannfærandi.
Dómari umferðarinnar: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Dæmdi leikinn fjörlega í Árbænum mjög vel.
Heiðursverðlaun umferðarinnar: Rúna Kristín Stefánsdóttir
Fyrsta konan í ansi mörg ár sem dæmir í efstu deild karla. Var aðstoðardómari í Árbænum og steig ekki feilspor. Frammistaða upp á tíu. Vonandi hvetur þetta aðrar konur til að henda sér í dómgæslu.
Konfektsendingar umferðarinnar: Jói Kalli
Allar sendingarnar sem Jóhannes Karl átti í leiknum voru konfekt. Myndaðist ALLTAF hætta frá þeim.
Varsla umferðarinnar: Eyjólfur Tómasson
Ef Leiknir ætlar að halda sér þarf Eyjó í markinu að sýna sparihliðarnar. Hann átti eina af vörslum sumarsins í 1-1 jafnteflinu gegn Víkingum, sýndi gríðarlega snörp tilþrif frá Tufa sem var í dauðafæri. Staðan var þá 0-0. Leiknir komst yfir og virtist stefna í „match winning" vörslu þar til...
Dómarapirringur umferðarinnar: Leiknismenn
Breiðhyltingar eru búnir að fá sig fullsaddan á dómaramistökum og þeim fannst heldur betur á sig hallað þegar Þóroddur Hjaltalín dómari benti á punktinn í uppbótartíma og úr vítinu sjafnaði Víkingur. Líklega ódýrasta víti sumarsins.
Svanur umferðarinnar: Valdimar Pálsson
Ætlaði að sýna leikmanni „svaninn" en endaði með því að slá Blika! Sjá myndband:
Brot af umræðunni af #fotboltinet á Twitter yfir ÍBV - KR:
Er til of mikils ætlast að 4 fullorðnir atvinnuframherjar geti skorað gegn botnliði, ER ÞAÐ EINHVER FREKJA??? #oskarhrafnlegend #fotboltinet
-- Svava Sverrisdóttir (@svavasverris) August 21, 2015
Það er skýjað í RVK. Verða KR ekki bara eftir í eyjum? #fotboltinet #bestalendingin
-- þorsteinn magnússon (@steinimagg23) August 21, 2015
Breiðablik og FH voru einu liðin sem unnu leik í síðustu umferð. Panikkið byrjað. #fotboltinet
-- Guðjón Már Sveinsson (@gudjonms) August 21, 2015
Miðað við hvernig leikurinn spilaðist þá var KR heppnara með stigið en ÍBV. Jafntefli skárra en eyjasigur fyrir mína menn
#fótboltinet
-- Halldór Marteinsson (@halldorm) August 21, 2015
Dýrasta knattspyrnulið Íslands fyrr og síðar er að fara í gegnum þetta íslandsmót titlalausir #fotboltinet
-- Jón Haukur Baldvins (@JonnieBaldvins) August 21, 2015
Vá hvað Gunnar Heiðar er orðinn slakur í knattspyrnu #ÍBVvsKR #pepsi365 #fótboltinet
-- Hilmar Thorlindsson (@biginjapan8) August 21, 2015
Án alls brekkugríns, hvað gerðist eiginlega fyrir Schoop? #fotboltinet
-- Elvar Geir Magnússon (@elvargeir) August 21, 2015
Athugasemdir