Forgangsatriði fyrir Man Utd að fá Gyökeres - Zirkzee til Aston Villa?
   þri 14. júní 2016 20:51
Fótbolti.net
Einkunnir Íslands gegn Portúgal: Hannes bestur
Icelandair
Jóhann Berg átti stoðsendingu.
Jóhann Berg átti stoðsendingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nú er nýlokið leik Íslands og Portúgals á Evrópumótinu í Frakklandi. Leiknum lauk með sögulegu jafntefli 1-1. Stórkostleg frammistaða!

Hér að neðan má sjá einkunnir íslenska liðsins.

Hannes Þór Halldórsson 9 - Maður leiksins
Einstakur markvörður. Elskar stóra sviðið og átti stórkostlega vörslu í fyrri hálfleik. Lykillinn að því að við töpuðum ekki.

Birkir Már Sævarsson 7
Öruggur í öllu sem hann gerði.

Kári Árnason 7
Gagnrýndur á samfélagsmiðlum eftir fyrri hálfleikinn en var frábær í þeim seinni.

Ragnar Sigurðsson 9
Suddalega góður leikur hjá Ragnari sem sýndi gæði sín gegn Ronaldo, öðrum af tveimur bestu leikmönnum heims.

Ari Freyr Skúlason 7
Leggur sig alltaf allan fram og það skilar sér í góðri frammistöðu leik eftir leik.

Aron Einar Gunnarsson 8
Fyrirliði vor og fósturjörð.

Gylfi Þór Sigurðsson 8
Það eru gríðarlega miklar kröfur á Gylfa en hann átti mjög góðan leik.

Jóhann Berg Guðmundsson 7
Átti ekki góðan fyrri hálfleik og virkaði skjálfti í honum. Steig heldur betur upp í seinni hálfleiknum og skilaði stoðsendingu.

Birkir Bjarnason 8
Skráði sig í sögubækurnar með því að skora fyrsta mark Íslands á stórmóti.

Kolbeinn Sigþórsson 8
Magnaður í loftinu. Maðurinn getur ekki spilað illa í landsliðsbúningnum.

Jón Daði Böðvarsson 8
Steig varla feilspor og var óhemju duglegur að vanda.

Enginn varamaður spilaði nægilega lengi til að fá einkunn
Athugasemdir
banner
banner
banner