Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   þri 14. júní 2016 21:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kári Árna: Ætlum að vinna riðilinn
Icelandair
Kári hér í baráttu við Ronaldo í leiknum
Kári hér í baráttu við Ronaldo í leiknum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Maður var óneitanlega virkilega stressaður, en við björguðum þessu," sagði varnarmaðurinn Kári Árnason eftir jafntefli gegn Portúgal í kvöld.

Kári var mjög sterkur í leiknum og þá sérstaklega í seinni hálfleiknum. Hann segir að íslenska liðið ætli sér að vinna riðilinn.

„Við byrjuðum á að fá bestu færi leiksins og Gylfi var óheppinn að skora ekki. Eftir það vorum við bara í vörn og fengum svona 2-3 góðar sóknir og það munaði litlu að Alfreð hafi náð að stela sigrinum í lokin," sagið Kári við Símann Sport.

„Fyrir leikinn þá hefðum við tekið þetta jafntefli. Við ætlum að vinna þennan riðil, svo einfalt er það. Við ætlum bara að vinna næstu tvo leiki."

Kári var síðan spurður hvort liðið ætlaði sér ekki bara að vinna keppnina.

„Við sjáum bara til með það."

Fótbolti.net er með öflugt teymi á Evrópumótinu og færir ykkur fjölmargar fréttir daglega. Einnig er fylgst grannt með gegnum helstu samskiptamiðla.
- Vertu með okkur á Twitter með því að nota kassamerkið #fotboltinet fyrir færslur um mótið.
- Fótbolti.net á Snapchat: Fotboltinet
- Fótbolti.net á Instagram: Smelltu hér til að sjá .Net á Instagram.
Fótbolti.net á Facebook: Smelltu hér til að fara á heimasvæði Fótbolta.net á Facebook.

FARÐU Á EM SÍÐU FÓTBOLTA.NET
Athugasemdir
banner
banner