Branthwaite, Zirkzee og Olise til Man Utd? - Potter til Hollands - Nunez til Barca og Osimhen til Chelsea
   þri 14. júní 2016 23:00
Magnús Már Einarsson
Birkir Bjarna: Eins og boltinn væri mínútu í loftinu
Icelandair
Birkir fagnar marki sínu í kvöld.
Birkir fagnar marki sínu í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Daníel Rúnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Daníel Rúnarsson
„Maður getur ekki annað en verið stoltur af svona augnabliki," sagði Birkir Bjarnason um mark sitt í 1-1 jafntefli Íslands og Portúgal í kvöld.

Birkir jafnaði í upphafi síðari hálfleiks og skráði sig í sögubækurnar með því að vera fyrsti Íslendingurinn til að skora í lokakeppni EM.

„Þetta var fullkomið augnablik fyrir Jóa að setja hann á fjær. Það var eins og boltinn væri í mínútu í loftinu en ég náði góðu skoti og að skora," sagði Birkir um markið en hann var ánægður með leikinn í dag.

„Við héldum áfram að spila eins og við gerðum í undankeppninni gegn Hollendingum, Tyrkjum og Tékkum. Það er ótrúlegt hvernig við getum spilað."

Birkir segir að Íslendingar hafi ekki verið smeykir í hálfleik þegar staðan var 1-0 fyrir Portúgla.

„Við vorum búnir að tala um það fyrir leikinn að vera ekki stressaðir ef þeir myndu ná marki. Við höldum okkar skipulagi og við vitum að við munum fá séns til að skora. Við nýttum það."

Ísland mætir Ungverjalandi í Marseille á laugardag en Ungverjar unnu Austurríki 2-0 í dag.

„Þetta er frábær byrjun fyrir okkur. Ungverjar unnu í dag en við erum bara að einbeita okkur að næsta leik. Við verðum að fá þrjú stig ef við ætlum að eiga góða möguleika. Portúgal og Austurríki eru á eftir okkur. Möguleikinn er góður en við verðum að einbeita okkur að næsta leik," sagði Birkir.
Athugasemdir
banner
banner