Forgangsatriði fyrir Man Utd að fá Gyökeres - Zirkzee til Aston Villa?
   þri 14. júní 2016 23:21
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hannes með flest skot varin á EM hingað til
Icelandair
Hannes var traustur í marki Íslands
Hannes var traustur í marki Íslands
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ekki er talað um mikið annað en íslenska landsliðið þessa stundina og hvað þá helst Hannes Þór Halldórsson.

Hannes var magnaður í marki Íslands í 1-1 jafnteflinu gegn Portúgal í kvöld. Hann var valinn maður leiksins í flestum fjölmiðlum og var gríðarlega traustur í kvöld.

Hann hefur fengið gríðarlega mikið hrós bæði hér á landi og erlendis. Hannes hefur verið í láni hjá FK Bodø/Glimt í Noregi, en ef heldur áfram að spila eins og hann gerði í kvöld þá ætti hann að geta komist að hjá stærra liði.

Hannes bætti met í leiknum, en hann varði fleiri skot en nokkur annar markvörður hefur gert hingað til á EM. Ekki aðeins það heldur hefur enginn varið jafn mörg skot á EM og Hannes gerði í kvöld síðan Joe Hart gegn Ítalíu árið 2012.




Fótbolti.net er með öflugt teymi á Evrópumótinu og færir ykkur fjölmargar fréttir daglega. Einnig er fylgst grannt með gegnum helstu samskiptamiðla.
- Vertu með okkur á Twitter með því að nota kassamerkið #fotboltinet fyrir færslur um mótið.
- Fótbolti.net á Snapchat: Fotboltinet
- Fótbolti.net á Instagram: Smelltu hér til að sjá .Net á Instagram.
Fótbolti.net á Facebook: Smelltu hér til að fara á heimasvæði Fótbolta.net á Facebook.

FARÐU Á EM SÍÐU FÓTBOLTA.NET
Athugasemdir
banner
banner