Branthwaite, Zirkzee og Olise til Man Utd? - Potter til Hollands - Nunez til Barca og Osimhen til Chelsea
   þri 14. júní 2016 23:40
Elvar Geir Magnússon
Jói Berg: Við hverju bjóst Portúgal?
Icelandair
Jói í leiknum í kvöld.
Jói í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Daníel Rúnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Daníel Rúnarsson
„Við vorum að verjast mikið og þegar menn fengu boltanum voru þeir þreyttir og það var erfitt að halda honum," sagði Jóhann Berg Guðmundsson eftir 1-1 jafnteflið gegn Portúgal í kvöld.

„Við vorum gjörsamlega búnir á því í lokin. Ég held að ekkert lið í þessu móti hafi hlaupið eins mikið og við. Það var frábært að klára þetta og fá allavega eitt stig," sagði Jóhann sem segir að leikmenn verði klárir í leikinn gegn Ungverjum á laugardag.

„Við erum ekkert að fara að væla þó að við höfum þurft að hlaupa mikið í dag, við erum á stórmóti og við verðum klárir."

Jóhann gefur lítið fyrir kvartanir Cristiano Ronaldo eftir leikinn.

„Ronaldo og fleiri voru tuðandi og sögðu eftir leikinn að við hefðum bara legið til baka og verið að verjast. Við hverju bjóst Portúgal? Að við myndum fara all out attack, leyfa honum að fá svæði til að skora. Við vorum að sjálfsögðu ekki að fara að gera það. Við vorum að sitja og nota löngu boltana."

Jóhann lagði upp mark Íslands en það gerði hann með frábærri fyrirgjöf á fjærstöng þar sem Birkir Bjarnason skoraði.

„Ég ákvað að hamra honum inn í. Það fór heppilega beint á löppina á honum. bakvörðurinn þeirra er lítill svo hann náði ekki boltanum. Þetta var vel klárað hjá Birki og það var frábært að ná í einn punkt," sagði Jóhann.

Hér að ofan má hlusta á viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner