Það hefur ekki farið framhjá neinum að Portúgal og Ísland gerðu 1-1 jaftefli í fyrsta leik íslenska liðsins á stórmóti. Nani kom Portúgal yfir í fyrri hálfleik en Ísland neitaði að gefast upp og jöfnuðu með marki Birkis Bjarnasonar eftir undirbúning Jóhanns Berg Guðmundssonar.
Fyrirliðinn, Aron Einar Gunnarsson og Cristiano Ronaldo áttu margar barátturnar í leiknum og virtist Akureyringurinn komast undir skinnið hjá stórstjörnunni.
Ronaldo virtist vera orðinn mjög pirraður eftir því sem leið á leikinn.
Fyrirliðinn, Aron Einar Gunnarsson og Cristiano Ronaldo áttu margar barátturnar í leiknum og virtist Akureyringurinn komast undir skinnið hjá stórstjörnunni.
Ronaldo virtist vera orðinn mjög pirraður eftir því sem leið á leikinn.
Eftir leik fór Aron upp að honum og vildi fá treyjuna hans en Ronaldo hafði ekki mikinn tíma til að tala við hann og nánast hundsaði hann.
Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan en það er sænska rásin SVT sem er með þetta myndband.
Neðst má sjá myndir sem Hafliði Breiðfjörð náði af þessu í leiknum í gær.
SMELLTU HÉR til að sjá ummæli um Ronaldo tengt leiknum fólk á Twitter var duglegt að láta hann heyra það
Athugasemdir