Forgangsatriði fyrir Man Utd að fá Gyökeres - Zirkzee til Aston Villa?
   mið 15. júní 2016 12:06
Elvar Geir Magnússon
Ummæli Kára vekja athygli - Lét Ronaldo heyra það
Icelandair
Kári eftir leikinn í gær.
Kári eftir leikinn í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kári Árnason, varnarmaður íslenska landsliðsins, fær fyrirsagnirnar á ýmsum erlendum netmiðlum í morgun eftir að hann sagði að Cristiano Ronaldo „væri tapsár" eftir leikinn umtalaða í gær.

Ronaldo vældi í viðtölum eftir leik og sagði að íslenska liðið hafi bara hugsað um að verjast.

„Það gerir þetta bara sætara þegar hann er svona tapsár. Hann getur sagt allt sem hann vill. Hann fékk varla almennilegt færi í leiknum. Hann fékk eitt og gat ekki klárað það. Hann tekur tapinu illa, Tough s**t."

Ronaldo fagnaði nýlega sigri með Real Madrid í Meistaradeildinni en íslenska liðið náði að loka á hann í gær. Kári segir að samt hafi ekki verið sérstaklega lagt upp með að stöðva hann.

„Hann er frábær fótboltamaður en ekki auðmjúk manneskja. Við vorum nálægt því að skora sigurmark í lokin svo það svarar því hvort við höfum ekki viljað vinna. Þessi ummæli hans eru ástæða þess að Messi verður alltaf skrefi á undan honum," segir Kári.



Athugasemdir
banner