Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 18. júní 2016 17:54
Fótbolti.net
Einkunnir Íslands gegn Ungverjum: Raggi bestur
Icelandair
Raggi Sig í leiknum í dag.  Hann var besti maður Íslands.
Raggi Sig í leiknum í dag. Hann var besti maður Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi Þór Sigurðsson og Birkir Bjarnason fagna marki Íslands.
Gylfi Þór Sigurðsson og Birkir Bjarnason fagna marki Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nú er nýlokið leik Íslands og Ungverjalands á Evrópumótinu í Frakklandi. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli þar sem Ungverjar jöfnuðu í lokin.

Hér að neðan má sjá einkunnir íslenska liðsins.

Hannes Þór Halldórsson 7
Stóð vaktina vel. Gat lítið gert í markinu.

Birkir Már Sævarsson 6
Skoraði sjálfsmarkið í lokin. Átti þess utan fínan leik.

Kári Árnason 7
Öflugur í hjarta varnarinnar.

Ragnar Sigurðsson 8 - Maður leiksins
Annan leikinn í röð fór Ragnar á kostum. Varðist gríðarlega vel.

Ari Freyr Skúlason 6
Var oft réttur maður á réttum stað í varnarleiknum. Jöfnunarmarkið kom upp hægri kantinn hjá honum en Ari átti þó ekki manninn.

Aron Einar Gunnarsson 6
Barðist vel í allar þær 65 mínútur sem hann spilaði og fiskaði vítið mikilvæga. Var í smá basli með boltann í fyrri hálfleiknum.

Gylfi Þór Sigurðsson 7
Alltaf ógn þegar Gylfi fékk boltinn. Hljóp og barðist eins og ljón.

Jóhann Berg Guðmundsson 6
Fór illa með dauðafæri í fyrri hálfleiknum og það dregur hann niður í einkunn.

Birkir Bjarnason 8
Frábær leikur hjá Birki. Öflugur á kantinum fyrstu 65 mínúturnar og leysti stöðuna á miðjunni líka mjög vel síðustu 25.

Kolbeinn Sigþórsson 7
Vann tíu skallabolta í dag og skilaði sínu vel.

Jón Daði Böðvarsson 5
Mjög duglegur að venju en gekk illa að halda boltanum á köflum.

Varamenn:

Emil Hallfreðsson ('65) 4
Missti manninn sinn í markinu. Mjög dýrkeypt mistök.

Alfreð Finnbogason ('70) 6
Lét finna vel fyrir sér. Fékk gult spjald og verður í banni í næsta leik.

Eiður Smári Guðjohnsen ('84)
Spilaði of stutt til að fá einkunn
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner