Forgangsatriði fyrir Man Utd að fá Gyökeres - Zirkzee til Aston Villa?
   lau 18. júní 2016 18:53
Jóhann Ingi Hafþórsson
Marseille
Kolbeinn: Þetta er eins og tap
Icelandair
Kolbeinn þakkar stuðninginn í leiknum í dag.
Kolbeinn þakkar stuðninginn í leiknum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kolbeinn Sigþórsson var valinn maður leiks Íslands og Ungverjalands af UEFA.

Hann sat fyrir svörum á blaðamannafundi eftir leik og segist auðvitað svekktur að hafa ekki unnið leikinn eftir að hafa verið yfir þegar tveimur mínútum var ólokið í venjulegum leiktíma.

„Við vorum fimm mínútum frá þessu. Við ætluðum að halda þetta út og sigla í höfn en við lágum of lengi of aftarlega og markið kom i andlitið á okkur. Við gerðum okkur erfitt fyrir með að tapa seinni boltanum. Við hefðum getað spilað honum oftar betur og haldið ró okkar. Við vorum ekki nógu rólegir"

Hann sá ekki brotið þegar Ísland fékk víti en segir búningsklefann verið sammála um að það hafi átt að vera víti.

„Ég sá það ekki. Ég spurði liðsfelagana í hálfleik, þeir sögðu að þetta var víti en ég get ekki tjáð mig um það sjálfur."

Hann segir liðið ætla að halda sínu striki og hrósar hann karakterinn í því.

„Ég fer i alla leiki til að hjálpa liðinu, við vorum nálægt því að klára þetta núna. Vonandi getum við tekið stigin í síðasta leiknum. Við erum með sterkt lið, með mikinn karakter, við höldum áfram að berjast."

Að fá markið á sig svona seint í leiknum er eins og tap, segir Kolbeinn.

„Þetta er eins og tap. Eina sem ég get sagt er að okkur líður eins og við höfum tapað. En við erum ennþá ósigraðir og getum verið jákvæðir og förum fullir sjálfstraust í síðasta leikinn. Það verður stór leikur og vonandi getum við náð í þrjú stig og komist áfram.," sagði Kolbeinn að lokum.

Fótbolti.net er með öflugt teymi á Evrópumótinu og færir ykkur fjölmargar fréttir daglega. Einnig er fylgst grannt með gegnum helstu samskiptamiðla.
- Vertu með okkur á Twitter með því að nota kassamerkið #fotboltinet fyrir færslur um mótið.
- Fótbolti.net á Snapchat: Fotboltinet
- Fótbolti.net á Instagram: Smelltu hér til að sjá .Net á Instagram.
Fótbolti.net á Facebook: Smelltu hér til að fara á heimasvæði Fótbolta.net á Facebook.

FARÐU Á EM SÍÐU FÓTBOLTA.NET
Athugasemdir
banner
banner