Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 18. júní 2016 19:18
Magnús Már Einarsson
Marseille
Aron: Ég verð klár fyrir miðvikudaginn
Icelandair
Aron fiskaði vítaspyrnu í dag.
Aron fiskaði vítaspyrnu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég verð klár fyrir miðvikudaginn, það er klárt," sagði Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, eftir 1-1 jafnteflið gegn Ungverjum í kvöld.

Emil Hallfreðsson kom inn á fyrir Aron á 65. mínútu leiksins í kvöld. Aron var að glíma við meiðsli fyrir EM og fann fyrir stífleika í leiknum í kvöld.

„Ég æfði ekki nógu mikinn fótbolta fyrir mót. Þá reynir á öðruvísi vöðva þegar maður er kominn í 100% leik. Þá stífnar maður upp, eins og gengur og gerist í fótboltanum," sagði Aron.

„Ég er allur að koma til. Þetta var bara stífleiki. Mér fannst ég vera farinn að verða farþegi í lokin og blása svolítið mikið. Ég held að það hafi þurft að fá ferskleika inn á miðjuna."

Ísland mætir Austurríki á miðvikudag en sigur þar tryggir sæti í 16-liða úrslitum á EM. Jafntefli gæti nægt ef önnur úrslit eru hagstæð.
Athugasemdir
banner
banner