Forgangsatriði fyrir Man Utd að fá Gyökeres - Zirkzee til Aston Villa?
   lau 18. júní 2016 19:19
Elvar Geir Magnússon
Marseille
Emil Hallfreðs: Í lagi ef menn vilja klína markinu á mig
Icelandair
Emil í leiknum í dag.
Emil í leiknum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta gerðist hratt en minn maður slapp innfyrir mig, ég bjóst ekki við sendingunni," sagði Emil Hallfreðsson leikmaður Íslands um jöfnunarmarkið sem við fengum á okkur í 1-1 jafnteflinu við Ungverjaland á Evrópumótinu í Frakklandi í dag.

„Það eru svo margir þættir sem koma að marki, það eru ekki bara einstaklingsmistök," hélt Emil áfram. „Þeir voru búnir að liggja svolítið á okkur allan seinni hálfleikinn en ef þið viljið klína þessu marki á mig þá get ég alveg tekið það á mig," hélt hann áfram.

„Þetta eru mín mistök líka aðeins eins og ég man það. Þetta var bara grautfúlt. Það er stutt í kúkinn og stutt í kónginn í boltanum en þetta var næstum því fúlt stig."

Íslenska liðið varðist mikið allan leikinn og sér í lagi í síðari hálfleiknum þar sem lítið gerðist fram á við.

„Það gekk illa allan leikinn að halda boltanum og sérstaklega í seinni hálfleik þegar við vorum með forskot. Þá gekk það extra illa og við vorum að sparka boltanum fram þar sem var eiginlega ekkert í gangi. Þegar þú ert á móti eins og EM er erfitt að verjast í 60 mínútur og halda hreinu. Það kemur að því að það koma einhver smá mistök og þeir geta sett mark. Það getur alltaf gerst," sagði Emil sem var þarna að spila sinn fyrsta leik á mótinu þegar hann kom inná fyrir Aron Einar Gunnarsson í seinni hálfleiknum. En hvernig leið honum á vellinum?

„Það var mjög gaman að spila, en þetta er samt bara fótboltaleikur og það er auðvitað otrúlega góð stemmning og gaman að koma inn en það var grautfúlt að fá okkur þetta mark og ég var frekar svekktur eftir það."
Athugasemdir
banner
banner
banner